miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Vika Fimm - Simsalabimm

Hungrið er farið að sverfa svo að keppendum í biggest looser að titillinn á bloggi vikunnar er hættur að skiljast. Það voru samt einbeittar Bláberjabökur sem mættu í Laugar í dag því niðurstaða síðustu viku sat í þeim. Svo voru líka kát Kirsuber mætt, sem voru enn í sigurvímu. Eftir að hafa lent í bakaríinu í síðustu viku höfðu bökurnar hver um sig ákveðið að svona gengi þetta ekki lengur og höfðu í huga meginreglu keppninnar. „Það eru engar reglur“ um það til hvaða ráða má grípa til að létta sig !!! Bjargey tók nýja trú sem gengur út á að afneita fæðu þegar hún býðst og Eggert tók fyrstu vél til Akureyrar og lét innrita sig á helgardetox námskeið á Mývatni. Pétur og Hrafnhildur fóru hálfa leið, þ.e. Pétur át bara helminginn af namminu í skálinni hjá Lísu og Hrafnhildur borðaði bara hálfa skammta. Kirsuberin þurftu ekki á neinu slíku að halda og héldu uppteknum hætti nema Gunnhildur sem stóð sig svo vel í síðustu viku að hún varð lasin og mætti ekki í dag. Þess vegna þurfti að búa til nýja reglu sem segir að ef keppandi nær ekki mæta í vigtun eða láta vita nýja tölu þá gildir tala síðustu viku. Meira seinna því við skulum snúa okkur að úrslitum vikunnar.

1. Eggert 2,35%, 2. Bjargey 1,94%, 3. Stefanía 1,09%, 4. Kolla 1,03%, 5. Hrafnhildur 0,92%, 6. Pétur 0,36%, 7. Gunnhildur 0,00%, 8. Aðalsteinn -0,19%.

Semsagt, Eggert er sigurvegari vikunnar og óskum við honum til hamingju. Það er rétt að óska honum líka til hamingju með annan titil, sem reyndar var ekki hugsað fyrir í upphafi en Eggert er rétt nefndur Jójó keppninnar því hann sveiflast vikulega úr neðstu sætum keppninnar í það efsta. Greinilegt að líkamsbygging hans er þrepaskipt. Það vekur líka athygli að Bjargey kemur grimm til baka og hafa Laugaskokkarar á orði að hún sé farin að líta út eins og strá, og velta fyrir sér hvar hún ætli að finna eitthvað af kílóum til að missa á næstu vikum. Svo verður að hrósa Stefáníu fyrir hversu jöfn og stöðug hún er í léttuninni en auðvitað vekur athygli að Aðalsteinn hefur eitthvað sloppið að heiman því hann færðist í ranga átt.

Svo hugað sé að liðakeppninni þá náðu Bláberjabökurnar að safna vopnum sínum og sigra Kirsuberin í vikukeppninni með 5.57 gegn 1.94. Í heildarkeppninni er staða efstu þriggja keppenda sú sama, þ.e. Stefanía, Bjargey og Eggert, en Aðalsteinn, Gunnhildur, Kolla, Hrafnhildur og Pétur fylgja í kjölfarið.

Þar sem þetta er fimmta vikan eru keppendur farnir að sjá endamarkið í hillingum. Þess vegna var ákveðið á fundi keppnisstjórnar að eftir síðustu vigtun í viku 8 verða úrslitin tilkynnt samdægurs eftir æfinguna og besta bollan krýnd. Þetta verður ígildi beinnar útsendingar og Laugaskokkarar beðnir að fylgjast með tilkynningum um stað og stund. Það verða örugglega allir Laugaskokkarar, auk keppenda, fegnir að fá þessu oki aflétt og getað byrjað aftur að lesa blogg frá Jóhönnu :-)

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er bara hörkukeppni og ég sé að ég verð að fara að beita einhverjum brögðum. hef reynt að skera hár mitt en það dugði skammt og eitthvað nytt verður að koma til.
Kolla

11. febrúar 2009 kl. 22:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Aflimun er leyfileg... Ég er farin að hugleiða hana.
Hrafnhildur

11. febrúar 2009 kl. 23:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ha ha ha þið eruð bara fyndin...Flott hjá ykkur og til lukku!!
kv. Hildur

12. febrúar 2009 kl. 08:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn. Þið standið ykkur vel og eruð góð fyrirmynd. Við fylgjumst með af athygli áfram. Kveðja, Elín Reed

12. febrúar 2009 kl. 08:35  
Blogger Sveinbjörg M. sagði...

Vá hvað þetta er spennandi:-)

Kv. Sveinbjörg

12. febrúar 2009 kl. 21:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hef mjög góð sambönd ef einhver er að spá í aflimun.
Sif

15. febrúar 2009 kl. 17:33  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim