miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Vika sex, og ekkert kex!

Það er ekki laust við að keppendurnir í Biggest Looser séu orðnir þreyttir á aðhaldinu enda allt fólk sem kann vel að meta góðan mat og mikið af honum. Þess vegna er það oft sem dagsetningin 4. Mars heyrist í samræðum hjá göngudeildinni en það er dagurinn sem síðasta vigtunin fer fram og keppnin endar. Til þess að halda uppá það munum við í göngudeildinni hafa smá verðlauna afhendingu á eftir æfingu miðvikudaginn 4. Mars í Laugum og vonum við að sem flestir Laugaskokkarar mæti. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun að öllum líkindum afhenda verðlaunin það er að segja ef hann verður á landinu. Ef hann hefur ekki tök á að mæta munum við fá einhvern í hans stað.

Eins og sagt hefur verið frá áður þá er eina reglan í þessari keppni sú að það eru engar reglur, allt er leyfilegt til þess að vera léttur á vigtinni á miðvikudögum. En þegar keppendur hafa ekki getað mætt á vigtina vegna veikinda eða vegna fjarveru erlendis, hefur tala síðustu viku verið látin standa. Þessa vikuna eru Eggert og Pétur báðir staddir erlendis (?) og voru því tölurnar þeirra þær sömu og í síðustu viku. Keppnin hefur verið mjög hörð hingað til en nú þegar endalokin eru í sjónmáli hefur enn aukið á keppnishörkuna. Örþrifaráð eins og detox í útlöndum eru orðin vikulegur þáttur hjá mörgum og heyrst hefur að Sif Arnars hafi fengið nokkrar beiðnir um aðstoð við aflimun enda er hún starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðndanum Össuri. Göngudeildin er að skoða gagnkvæmt samstarf við fyrirtækið og hafa nokkrir göngudeildar meðlimir látið sig dreyma um að komast á Ólympíuleikana með aðstoð Össurar.

En þá að úrslitunum þessa vikuna. Aðalsteinn er afgerandi sigurvegari vikunnar með 2,29% og kemur Stefanía kona hans næst með 1,24%. Þau hjónin hafa greinilega stuðning hvort af öðru þessa vikuna og eru samstíga í sínu hjónabandi. Í þriðja sætinu er Bjargey með 0, 87% og Gunnhildur í því fjórða með 0,12%. Pétur og Eggert eru saman í fimmta og sjötta sæti með 0,0% hvor og lestina reka Hrafnhildur í sjöunda með -0,12% og Kolla í áttunda sæti með –0,48%. Eftir vigtun heyrðist Kolla muldra eitthvað um að hún hefði átt að sleppa kökunum um síðustu helgi, kökukúrinn sem Bláberjabökurnar sendu henni með óskum um gott gengi í keppninni hefur greinilega ekki virkað eins og þau lofuðu.

Þrátt fyrir það eru Kirsuberin sigurlið vikunnar og óskum við þeim til hamingju með frábæran árangur. Í heildarkeppninni hafa Kirsuberin nú skriðið framúr Bláberjabökunum þótt mjótt sé á muninum milli liðanna eða aðeins 0,83% en einstaklings staðan er núna þessi:

Stefanía 9,33%
Bjargey 8,47%
Eggert 7,46%
Aðalsteinn 6,64%
Gunnhildur 3,43%
Hrafnhildur 2,65%
Kolla 2,49%
Pétur 2,47%


Fram að þessu hafa samtals 34,55 kíló horfið af göngudeildinni og enn eru tvær vikur eftir af keppninni. Ná keppendur að losa sig við meira en 40 kíló samtals? Hver verður sigurvegarinn og hvaða lið vinnur? Fylgist með framhaldinu á miðvikudaginn í næstu viku.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Panta hér með tíma hjá Sif í næstu viku!!
Hrafnhildur

18. febrúar 2009 kl. 22:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég sé að ég verð að fara að beita einhverjum alvarlegum brögðum ef ég ætla ekki að verma neðsta sætið í lokin

19. febrúar 2009 kl. 08:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er orðið óbærilega spennandi ;o) Þið eruð hetjur!

19. febrúar 2009 kl. 08:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég set bara allt í gang. Svo er nægur tími til næstu Ólympíuleika og stutt að fara til London. Það virðist öllum ganga vel með þessar hlaupafætur!
Sif

19. febrúar 2009 kl. 11:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt!
Kv. Eva

19. febrúar 2009 kl. 15:57  
Blogger Jóhanna sagði...

Fylgist spennt með. Verð að sjálfsögðu viðst. úrslitin

20. febrúar 2009 kl. 10:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þið eruð æði gangi ykkur öllum vel...
kv Kristín

25. febrúar 2009 kl. 12:52  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim