sunnudagur, 1. febrúar 2009

Þríþraut hjá Þrír

Inni þríþraut verður haldin á vegum Þrír í Laugum fimmtudaginn 19. febrúar klukkan 20.00. Keppt verður í 400m sundi, 10km hjólreiðum og 2,5km hlaupi. Sundið fer fram í innilauginni í 25m langri laug. Hjólreiðarnar fara fram á efri hæðinni í Laugum á spinning hjólunum og síðan verður hlaupið á brettum á neðri hæðinni. Hægt verður að skrá sig í afgreiðslu Lauga fyrir keppni.Nánari upplýsingar um þrautina verður að finna á vefsíðu Þrír http://www.triceland.net/ þegar nær dregur keppninni.

Heyrst hefur að þónokkrir Laugaskokkarar ætli að taka þátt í þríþrautinni að þessu sinni enda hafa margir verið að æfa sund með Þrír í vetur. Laugaskokkarar hafa átt marga fulltrúa í þessari árlegu keppni og hafa þeir jafnvel komist í verðlaunasæti. Göngudeildin mun eiga þarna nokkra kvenkyns fulltrúa í ár. Þeir hafa reyndar áhyggjur af minnkandi getu til að halda sér á floti í vatni vegna ört lækkandi BMI stuðuls en við vonum samt að þeir hafi gaman af og verði reynslunni ríkari af því að taka þátt í svona keppni.

2 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Já mig langar að vera með í þessu.

3. febrúar 2009 kl. 08:54  
Blogger Helga sagði...

Hvet ykkur til að mæta í sprettþrautina! Svaka gaman! Væri svo til í að mæta :) En held bara áfram að skíða og hlaupa hér fyrir norðan....

5. febrúar 2009 kl. 15:38  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim