mánudagur, 29. desember 2008

Jólarest

Þrír dagar eru eftir af árinu 2008 og hæpið að maður nái einu maraþoni enn. En þið kæru vinir náið að hlaupa Gamlárshlaupið og þar verður sko fylgst vel með ykkur. Þið eruð flest í hörkuformi og bætingarnar munu hrannast upp. Allavega munuð þið skemmta ykkur vel.

Ég er ekki fær um að skrifa annál þó það hefði verið skemmtilegt, það er svo margt að gerast í Laugaskokki sem ég hef ekki hugmynd um. Því þurfa fleiri að blogga. Eins og Garðar sagði svo spekingslega hér um árið, þá setur sá svip á söguna sem ritar hana. Því fleiri sögumenn, því fleiri svipir, því skemmtilegra og gefur betri mynd af því sem laugaskokkarar eru að gera. Við erum svo mörg að gera ýmislegt skemmtilegt, hlaupatengt. Hvernig væri t.d. að einhver frá göngudeildinni myndi blogga annað slagið, því þar er aldeilis verið að gera góða hluti. Myndirnar okkar eru sumpart annáll, þar sem Summi o.fl. duglegir eru á ferð. Það er ómetanlegt.
Kæru félagar ég segi það enn og afur. Það er ekki hægt að vera í betri klúbbi en ég er í. Hlaupin bæta heilsu manns og líðan að öllu leyti. Líkamlega, andlega og félagslega. Klúbbar eins og Lions, Kivanis, Frímúrar, Kvenfélög o.fl. eru góð en geta ekki verið betri en Laugaskokk. Tengslanet allstaðar, í öllum stéttum, karlar, konur og á ýmsum aldri. Aldrei hefur mér verið vísað frá þegar ég hef haft samb. og beðið um stuðning í einhverju. Takk fyrir það og jákvæðina og skemmtilegiheitin alltaf.
Svo auglýsi ég eftir hlaupamarkmiðum ykkar fyrir árið 2009. Sjálf er ég búin að skrá mig í maraþon eftir 2 vikur og 10km. hlaup þann 17. jan. og þá munuð þið aldeilis sjá bætingarnar hrannast upp.

Ég þakka þeim sem hlýddu (og líka þeim sem óhlýðnuðust)
Gleðilega jólarest og farsælt nýtt ár.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það segirðu satt að þessi félagsskapur er ómetanlegur, og ótrúlega gott að eiga hann að. Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn að vera búin að skrá þig nú þegar í tvö hlaup á nýja árinu, ég þarf að fá eitthvað að þessari keppnisgleði þinni lánaða á árinu... gangi ykkur rosavel bið að heilsa öllum kveðja, Hafdís

1. janúar 2009 kl. 12:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði að hringja í ykkur og leyfa ykkur að heyra kirkjuklukkurnar hringja í gærkvöldi en síminn varð eftir heima :(
Gleðilegt ár og gangi ykkur vel.
Sjáumst von bráðar
Bibba

1. janúar 2009 kl. 18:13  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim