sunnudagur, 11. janúar 2009

Göngudeildin mætt !!!

Um leið og við óskum Disney hlaupurum til hamingju með daginn langar okkur að rifja upp skrifin hennar Jóhönnu hér á blogginu þegar hún skrifaði: "........ það er svo margt að gerast í Laugaskokki sem ég hef ekki hugmynd um. Því þurfa fleiri að blogga. Eins og Garðar sagði svo spekingslega hér um árið, þá setur sá svip á söguna sem ritar hana. Því fleiri sögumenn, því fleiri svipir, því skemmtilegra og gefur betri mynd af því sem laugaskokkarar eru að gera. Við erum svo mörg að gera ýmislegt skemmtilegt, hlaupatengt. Hvernig væri t.d. að einhver frá göngudeildinni myndi blogga annað slagið, því þar er aldeilis verið að gera góða hluti."

Við í Göngudeildinni erum auðvitað upp með okkur með svona meðmæli og skorumst ekki undan. Þess vegna var það niðurstaða kaffispjalls eftir hlaupin í gær að sækja um skrifleyfi á bloggið og var það góðfúslega veitt umsvifalaust. Við vonumst því til þess að geta sagt Laugaskokkurum eitthvað frá því sem gerist aftast í hlaupahópnum og ekki væri verra að þið ykkar sem alltaf eruð á undan séuð jafn dugleg að segja frá svo við séum öll upplýst á skokkinu.

Hlaupakveðja, :-)

3 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Glæsilegt. Ég sem var farin að efast um að nokkur hefði lesið greinina. Og nú á þessu augnabliki var einmitt ykkar manneskja að vinna þvílíkan hlaupasigur hér í Disney maraþoninu. INGA stóð sig eins og hetja og það er bara eins og hún hafi skroppið út í sjóppu. En ég hlakka til að lesa um ykkur. Kveðja frá Ingu og Sigga í kampavíni og jarðaberjum í glaðasólskini.

11. janúar 2009 kl. 17:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hlakka til að lesa sögur úr göngudeildinni:)

kv Bogga

11. janúar 2009 kl. 20:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jeiii.... gaman að heyra frá göngudeildinni!! Alltaf gaman þegar koma nýjar færslur. Hlakka til að fylgjast með :-)

12. janúar 2009 kl. 20:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim