mánudagur, 29. desember 2008

Sólstöðuhlaupið: Að hlaupa frá sólarupprás til sólarlags.

Sólstöðuhlaupið var fámennt í ár. Kalli (sem reyndi að skapa stemmara fyrir hlaupinu við engar undirtektir laugaskokkara) var mættur ásamt Ágústi Kvaran (sem ég var einmitt að sjá áðan í sjónvarpinu í kvikmyndaleik, sýnir bara hvað hlauparar eru fjölhæfir) og Svani.
Mig hefur langað í þetta hlaup síðan 2002. Þá var það fjölmennt og sýnt frá því í sjónvarpinu. Ég var þá nýuppskorinn brjósklossjúklingur og komst ekki baun.
Sólstöðuhlaupið nú var með svolítið öðrum brag. Þessir 4 voru þó brosandi og jákvæðir. Ágúst með svaka bakpoka að æfa sig fyir eyðimerkur hlaupið í lok mars. Þæfingsfærðin var líka fín æfing fyrir eyðimörkina ætli það sé bara ekki svipað undirlag. Bakpokinn kom okkur til góða í Gravarvogslaug þar sem við voru trakteruð með geli og drykk.
Eftir það slepptum við Kalli, Ágústi og Svani, það var alveg ljóst að þeirra tempó var mun hraðara en mitt. Við Kalli héldum áfram saman og tempóið var orðið ansi hægt þegar ég kvaddi hann við undirgöngin í Elliðarárdal. Heim komst ég með því að labba allar brekkur sem eftir var, en án þess að vera alveg dauð.
Kalli hitti svo hina tvo sólstöðuhlauparana í Vestubæjarlauginni, þá höfðu þeir lengt um nokkra km. og náð að hlaupa 40 km. myrkranna á milli. Þetta er upplagt stemmingshlaup og að sjálfssögðu meira gaman eftir því sem fleiri eru.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim