föstudagur, 12. desember 2008

Óvitar

150 björgunarsveitarmenn voru að störfum í óveðrinu í gær(úr kvöldfréttum RUV)
150 óvitar lögðu af stað í hlaup á sama tíma. Nokkrir reyndurst vera hálfvitar og snéru fljótlega við. Einnig voru nokkrir fávitar, þeir beygðu hjá fylkisbrúnni e. ca 4km. hinir börðust áfram.
Alltaf er gott að hitta Þórð Sigurvins en aldrei eins og í markinu í gærkvödli, hendurnar voru svo dofnar að sénslaust var að taka miðann úr vasanum. Eftir langa heita sturtu. og klæðast hlýum þurrum fötum og keyra í heitum bílnum niðrí bæ titraði röddin ennþá og tennurnar skulfu. Tími hvað mér datt ekki einu sinni í hug að spyrja Þórð um slíkan hégóma. Og enn gæti mér ekki verið meira sama. (ég hafði þó rænu á að pirra mig pínu Þegar Sondy hljóp framúr í rafstövarbrekkunni, Þvílíkur óvitaskapur).

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú hafði nú átt að koma aðeins í heita pottin og gufuna áður en þú fórst að keyra. Það hafði nú ekki dugað fyrir mig að minnsta kosti að fara bara í sturtu, ég var alveg titrandi í sturtunni, fór ekki að hlýna fyrr en eftir að hafa verið búinn að vera í heita pottinum og svo gufu í svolítin tíma. Svo fór maður að kolna aftur þegar ég var kominn heim, náði ekkert að sofa.... þvílík vitlausa hjá manni að hafa hleypið þetta í gær ...en motto hjá mér er alltaf að klára hlaup ekki nema maður verður fyrir meisli... þroskan kom mér eingöngu áfram.
Kv. Kristinn

12. desember 2008 kl. 11:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið er ég fegin að hafa ekki farið!! Kv, ekkióvitnn.......

12. desember 2008 kl. 21:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl systir.

15. desember 2008 kl. 10:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er nú hálf svekkt yfir að hafa misst af svona sögulegu hlaupi!

22. desember 2008 kl. 22:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim