mánudagur, 8. desember 2008

Mílanó-Bætingahlaupið slær í gegn

Já ég get notað sömu fyrirsögn nú og þegar ég sagði frá Mílanópælingunum hér fyrst fyrir 15 vikum.
Mílanómaraþon 23. nóvember 2008.
Það var Ískalt að morgni hlaupadags og allar hugsanirnar komu –"hvað er maður að pæla- nenni þessu varla - ekki hægt að klæða sig af viti". Vissi af gamalli reynslu að þetta hlaup yrði hlaupið rétt eins og áætlað var.
Helgi var hughreysting með því að bera alls konar dót, aðalega koníak og hlý föt, Hann stóð sig sérstaklega vel í þessu stuðningshllutverki, Mætti halda að hann hefði farið á stuðningsnámskeið hjá Mundu og Kristínu í París 2004 ;)
Ég sá Mílanóskóla-kjarnan: Elínu, Davíð, Ólöfu og Sævar ásamt Helgu hópast hjá 3:30 hérunum. Summi, Stefán Viðar og Ívar voru framar. Ég fór í hólfið sem mér var ætlað og plantaði mér góðum spöl eftir 3:45 hérunum.
Startið skall á og hrúgan rúllaði. Alltaf fiðringur. Mér fannst liðið í kring um mig vera á nokkuð hröðu tempói miðað við hólf. Þau voru á um 5:15. Þetta var mjög létt, maður færðist framar en þurfti þó ekki að troðast.
Fljótlega byrjuðu áhorfendur að öskra “david david” gamli brandarinn úr Ferrari hlaupinu. allir að kalla á Davíð ;) . En þegar betur var hlustað heyrðist að þetta var Bravi bravi.
Ég smá nálgaðist 3.45 hérana, fór fram úr þeim eftir u.þ.b. 4km. Allt samkvæmt þeirri ofurbjartsýnu áætlun að reyna að ná undir 3.40. hljóp á meðalhraða. 5.14 á klukkustund. Þetta var létt, ég þurfti ekki að bremsa mig af og fannst ég ekki hafa neitt fyrir þessum hraða. Fyrstu 10 km. voru á 5.14 og næsti leggur, að hálfu á 5.09 Þarna var svo gaman. Kílómetrarnir flugu. Upp úr 10km sá ég Ólöfu útundan mér. “Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir hjá henni” ( hélt að hún hefði lagt af stað með Mílanóskóla-kjarnanum) og ég væri að ná henni. Ákvað að láta hana ekki vita af mér. Og eftir smá stund þegar ég fór aftur að líta eftir Ólöfu var hún horfin. “Var ég svona fljót að fara fram úr henni.” Hún hýtur að hafa fengið í magann eða eitthvað.
Eftir hálft- slökknaði á garminum-rafhlöðulaus. Ooh frekar spæld. Nú var bara að halda í þetta lið í kringum mig. Það gekk ágætlega í nokkra kílómetra (var farin að sjá bætingu í anda í markinu og jólakjólinn sem yrði keyptur í tilefni bætingarinnar. Svo bara slaknaði á minni, mjög kunnugleg tilfinning.
Eftir hálft vissi ég ekki hvað tímanum leið nema á km: 30. Þá heyri ég “Áfram Jóhanna” Ég teygði álkuna í allar áttir og sá Helgu Árna uppá kassa að hvetja. Um leið kom ég auga á klukku og þar stóð tveir þrjátiu og eitthvað. “Hugs”: Helga getur ekki verið búin og komin þangað. Hún hefur hætt æi.
Síðan sá ekki íslending fyrr en framan við kastalann eftir hlaup.
Markið var skemmtilega merkt síðustu 300 metrarnir merktir á 25m. fresti. Ég hlakkaði til að koma að merkingunum, það reyndist gaman að hlaupa milli þeirra og mikil hvatning þar. Það var nú bara gaman að sjá 3.49.19 á klukkunni og þá hlyti rétti tíminn að vera 3.48.. Þetta var bara eins og allar hlaupa-reiknis-töflur sem Ívar hefur fundið á veraldarvefnum höfðu spáð fyrir þ.e. frá 3.42 til 3.50 og hans frómu ráðleggingar voru að reyna við 3.45 –hefði sennilega tekist.
Vel var tekið á móti hlaupurum, flott medalía, drykkur og önnur hressing. Ég rölti framhjá brekkunni þar sem við áttum að hittast, Enginn þar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hugsa eiginlega strax eftir maraþon: “Mig langar að hlaupa þessa braut aftur hún var svo þægileg”. Þegar ég kom fram fyrir kalstalann sá ég liðið. Flestir fagnandi voða ánægðir með sitt. En Stefán var ekki kominn, hann kom nokkru síðar með medalíuna um hálsinn og fékk fagn frá okkur fyrir að hafa klárað.
Ýmislegt var þarna að koma í ljós: Menn voru að bæta sig í stórum stíl. Ég spurði strax Elínu hvernig hefði gengið? "Ég bætti mig". Góð því tíminn sem hún átti fyrir var svo góður. Minn hafði verið fyrsti Íslendingurinn eins og svo oft áður. Sævar var ekki mjög leiður að hafa náð Öggutíma og síðar um kvöldið kom í ljós Sólutíma líka. Davíð var sjálfum sér líkur og bætti sig um nokkrar sekúndur. Ólöf hljóp á 3.29- átján mínútum á undan mér. Já takk fyrir!! Það hafði að sjálfsögðu verið hún sem var að fara fram úr mér þarna um 10k. en ekki öfugt. Þvílíkt glæsilegur tími í sínu fyrsta maraþoni.
Helga lærði sína lexiu- að þurfa að hlusta á hlaupatuðið í okkur það sem eftir var dags og kvölds. Hún fékk góðan stuðning frá sínum, sem m.a sagði að þetta væri nú ekki neitt miðað við að hann hefði þurft að hlusta á okkur í heila siglingu eftir Miami í Janúar þegar hann hætti ;)
Mílaóskólinn er mjög skemmtilegur. Skólastjórinn, ásamt sinni,stóð í gegn um þetta eins og klettur. Ég hef aldrei haft eins mikinn prógamsstuðning, Stjóri reiknaði hraða fyrir hvern og einn persónulega og uppfærði reglulega. Mætti á allar æfingar og studdi nemendur. Ég lít á mig sem útskrifaða með 1. einkunn (ég veit að margir fíla sig með ágætiseinkunn) úr þessum fyrsta en ekki síðasta áfanga skólans. Því það besta við þetta er að flestir eru enn í svaka stuði og sannfærðir um að geta gert betur og hafa gaman af. Takk kærlega fyrir mig.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilegan pistill Jóhanna. Það er rétt hjá þér, að kuldinn á hlaupadag kom á óvart, en brautin var góð. Ég er sannfærð um að við eigum eftir að reyna við þessa braut aftur í náinni framtíð. Tuttugu vikna prógramm, í stað 12 vikna, og þá er jólakjóllinn frá Prada (https://secure.prada.com ) í höfn. – En núna er það póst-Mílanó prógrammið og stemmt að bætingu í Gamlárshlaupinu. Svo má bara fara að huga að næsta maraþoni, sem verður að öllum líkindum hér á landi, t.d. Marsmaraþonið góða. Sjáumst á hlaupum. Mbk, Elín Reed.

10. desember 2008 kl. 09:13  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góður pistill, ekki laust við að frásagnir að maraþonum séu farin að heilla mig. Það verður klárlega leitað ráða hjá skólastjóranum og frú þegar farið verður í undirbúning á fyrsta maraþoninu.

Kveðja
Bogga

10. desember 2008 kl. 15:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim