mánudagur, 22. september 2008

Laugaskokk NÞ

Áhvað að setja inn nokkrar línur frá Laugaskokks útibúinu í Norðurþingi. Við sættum okkur við og munum styðja af bestu getu nýja stjórn Laugaskokks. Okkur sveið að vísa aðeins að koma ekki neinum héðan frá að í stjórnina en það gengur bara betur næst. :) Við ráðum okkur að mestu sjálf hérna hvort eð er. Hlaupum allt of langt, allt of mikið, allt of hratt og allt of oft...

Hópurinn með laugina í baksýn
En sem sagt við erum en bara 2 í hópnum hérna, þrátt fyrir glæsilega tilburði og öfundsverðan hlaupastíl niður á þjóðvegi þá hefur ekki en tekist að glebja bændur og búalið í hópinn. En hver veit, hver veit hvað sveitungarnir gera eftir að hlauparaparið flytur lögheimilið í Kelduhverfið og fær póstáritunina "671 Kópasker". Þá er ég viss um að NÞ útibúinu vaxi ásmegin og næsta sumar verði hér (Laugaskokks) hlauparar um alla vegi ;) Annars eru bændur sunnan heiða alltaf velkomnir í heimsókn hingað norður eftir. Hér liggja hlaupaleiðir til allra átta og utanvegabrautirnar sérstaklega heillandi!


Látum fylgja með nokkrar myndir frá æfingum haustsins......

úr vesturdal og típísk laugaskokks teygja :)






6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að fá fréttir frá ykkur. Bíð spennt eftir næsta pistli frá útibúinu. Hver vill ekki hlaupa með Laugaskokkurum!

Kv
Bogga

23. september 2008 kl. 16:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta slær nú varla út fellibylinn Ike og malbik sem við höfum hér í bænum!
Sif

23. september 2008 kl. 16:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

"671 Kópasker"!! En exótískt!!
Hrafnhildur

23. september 2008 kl. 22:42  
Blogger Óli sagði...

Þetta er meiriháttar umhverfi sem þið hafið til að hlaupa í, haustlitirnir og allt :)
Slær út gangstéttirnar í 105 Reykjavík hvenær sem er.

24. september 2008 kl. 21:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jeminn eini hvað það er gaman að fá fréttir af ykkur þarna í langtíburtistan. Æðislegar myndir af ykkur. Vona að það komi fleiri færslur frá ykkur fljótt! Saknaðarkveðja, Sigrún

25. september 2008 kl. 19:53  
Blogger Jóhanna sagði...

Gaman að frétta af ykkur og ekta haustmyndir. svo verður gaman að hitta turtildúfurnar á Ítalíu og taka út hlaupaformið á ykkur. B.kv.

28. september 2008 kl. 18:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim