mánudagur, 8. september 2008

Nýir Mílanófarar og Hvar var Helgi?

Eftir því sem mér skildist á athugasemdinni frá Helgu þá eru þau Norðanparið okkar hún og Stebbi búin að skrá sig í Mílanó. Ekki slæmur liðsauki þar.Velkomin í Mílanóstemminguna. Bara svo þið vitið þá eru 1000m sprettir á morgunn fjórir á ca 10km.keppnishraða með 3 mín í hvíld á milli. Helga þú getur allavega tekið þessa æfingu til handagagns. Ég reikna með að Stebbi fari sínar eigin leiðir í æfingarmálum eins og hinir hröðustu sem ég þekki.
Vel mætt á laugaskokksæfingu í dag og ýmislegt í boði. Mílanóar buðu uppá 13km. jafnt. Nokkrir þóttust ætla með en við vorum 7 allt Mílanóar sem fóru æfinguna, Hvert fóru Bogga og co? Hraðinn á mér átti að vera á ca 5.25-5.30 tempói og var það nokkurnvegin. Þau hin fóru ör-ör lítið hraðar. Upp við brúna í Garavarvogi var drykkjarstopp. Þar dúkkaði upp Ingólfur Sveinsson og spurði hvort við værum bara í pásu. Við hlaupum svo í humátt á eftir hópnum og pældum í hvernig við gætum stutt við nokkur almenningshlaup sem eru enn fámenn. Þetta eru eru mjög spennandi hlaup og eiga sannarlega skilið að eflast. Þetta eru t.d. Skógarhlaupið, Hausthlaupið í Reykhóasveit og Kötluhlaupið. Hitt umræðuefnið var áhugi okkar á heilsueflingu. Í smíðum er grein um hvernig hægt er að bæta heilsu og líðan skólabarna með því að efla skólaheilsugæslu. Þar erum við ekki síst með í huga of þungu skólabörnin sem þurfa stuðning. Þetta ræddum við í nokkra kílómetra án þess að slá hið minnsta af hraðanum.
Sem sagt afar ánægð með æfinguna. Þið heðuð átt að sjá drillurnar hjá okkur á eftir á grasinu f. utan Laugar. Það er ekki fyrir spéhrædda að taka þátt.
Þar sem það er 100% mætingarskylda á æfingar hjá Mílanó… þá er spurnig dagsins Hvar var Helgi??

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fór að týna ber!!!
Skrapp aðeins frá að athuga með nýja fólkið, síðan hlupu þið svo hratt að ég lét 7 km nægja. Horfði á ykkur hlaupa á góðum hraða í átt að bryggjuhverfinu. Snéri þá bara við og hitti hópinn í sprettunum og tók góðar teygjur með þeim.
Bíð spennt eftir að geta tekið með ykkur drillurnar og rifjað kannski upp nokkra frjálsíþróttatakta í leiðinni.

kv
Bogga

9. september 2008 kl. 23:05  
Blogger Helga sagði...

Landvörðurinn tók 5 km tempó æfingu á mánudaginn, og rétt hjá þér Jóhanna, Stefán spretti úr spori og hvarf sjónum ;) Annars hefur hann verið iðinn við að halda sig á rólega tempó-inu undanfarið (sem sagt hlaupið með konunni!) Hvort að því valdi góðmennska hans eða lúi eftir löng hlaup skal eigi dæmt um ;) Annars er stefnin tekin á góðan maraþonundirbúning það sem af lifir september. Og þá er gott að hafa mann með reynslu sér við hlið :) Óska öðrum Mílanó förum góðs gengis við sinn undirbúning!
Kveðja úr Ásbyrgi

10. september 2008 kl. 16:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim