sunnudagur, 7. september 2008

Selfoss margar bætingar + Kaffihlaðborð og huggulegheit hjá Pétri og Lísu.

Mílanófarar skiptu sér í dag. Sumir voru í Laugum og tóku nákvæmlega rétta æfingu, frétti að þeim hefði gengið ótrúlega vel og Frikki hefði hlaupið á þvílíkum hraða í lokin. Aðrir kepptu á fullu blasti á Selfossi. Einn lá í þursabitskasti. Ég reyndi að hafa æfinguna rétta og fara hlaupið vaxandi tókst það sæmilega.
Flestir voru mjög ánægðir með sig á Selfossi og voru að bæta sig eða “jafna sig”. Ólöf sem var í sínu öðru 10km keppnishlaupi og hljóp á 46 mín. Ótrúlega gaman að fylgjast með henni bruna áfram á hlaupabrautinni. Munda var líka að bæta sig í 10 og kom hlaupandi á móti okkur til að hvetja okkur og tjá gleði sína v. þessa. Fjóla vinkona voða ánægð með sína bætingu, eins og Ívar sem var að bæta sig í hálfu e.11 ára hlaupaferil. Bogga aldeilis flott og ánægð með þvílíka bætingu í hálfu. Davíð var að “jafna sig” í hálfu. Þeir sem ég gleymi endilega skrifiði ykkkur og bætingarnar ykkar í Athugasemir hér fyrir neðan.
Eftir Verðlaunaafhendingu og heitann pott þáðum við heimboð á Úlfljótsvatn, veitingar +(afmælisterta) og frábærar móttökur eins og alltaf á þeim bæ. Takk kærlega fyrir mig.

1 Ummæli:

Blogger Helga sagði...

Til lukku Laugaskokkarar með flott Brúarhlaup! Gaman að "heyra" fréttir frá þér Jóhanna. Hverjir eru komnir í Mílanó hópinn? Við Norðlendingarnir erum alla vega búin að skrá okkur :)
Kveðja suður yfir heiðar og fjöll!

8. september 2008 kl. 13:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim