miðvikudagur, 10. september 2008

Stórir miðvikudagar.

Alltaf vel mætt á miðvikudögum. Í dag taldi ég 40 manns. Í boði var Fossvogur og 6 rólegir m. Mílanóum. Elín stjórnaði og tókst það svo vel að það var bara eins og maður hefði skroppið fyrir horn þegar æfingin var búin. Ekki spilltu fyrir pilsklæddu skotarnir og fótboltaáhorfendur í feikna stuði. Maggi Sig, Árni og Þórir hlupu með okkur og nú bíðum við bara eftir að þeir skrái sig í M-maraþonið. Það eru 74 dagar til stefnu svo tími er ekki vandamálið. Helgi kom í leitirnar og að sjálfsögðu búinn að standa sig og hlaupa gærdags-sprettina, þóttist hafa getað alla á tilsettum hraða. Davíð þorði ekki annað en að mæta í dag því í gær missti hann af hópnum og ekki nóg með að hann þyrfti að taka refsispretti á bretti heldur fékk hann refsiþjálfara í þokkabót. En allir sprækir á endurnæringaræfingu í dag og fínar styrktaræfingar uppi á eftir.
Gott að heyra frá landvörðunum (um að gera Helga að nýta sér hlaupasnillinga eins og þinn mann til að læra eitthvað af) fyrir þau og aðra sem vilja taka á því á morgunn þá er 7km á 10km-keppnishraða, ca 2,5 upphitun+niðurskokk.
Sjáumst á morgunn

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sá ykkur í gær, var á vellinum að passa uppá Skotana ;o) Get þó sagt ykkur að um 20 lögreglumenn dáðust að ykkur :o)
Þið eruð flottust
kv.Hildur

11. september 2008 kl. 10:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki veitti af að passa skotana þvílík var stemmingin og fjöldin. komaso-á æfingu.
kv. Jóhanna

11. september 2008 kl. 11:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim