mánudagur, 29. september 2008

Mánudagur til mæðu

Fjölmenni var á æfingu í dag að vanda taldi ég amk 38 manns á æfingu. Farin var Brúnavegurinn í dag og var greinilegt að fólk var virkilega að taka að því. Ætla að hrósa sérstaklega nýliðunum í hópnum sem komu og sýndu það þetta eru algjörir jaxlar. Kíktum síðan aðeins í stigann rétthjá Áskirkju (er það ekki rétta nafnið?). Eftir það var haldið aftur niður í Laugardal með smá armbeygju stoppi við þvottarlaugarnar.

Á miðvikudag verður Fossvogurinn eflaust mörgum til mikillar gleði. Síðan skylst mér að Mílanóhópurinn sé að fara rúmlega 6 km rólega og veit ég að það er sjálfsagt mál að fá að fylgja þeim.

Á fimmtudag, nú er það komið á hreint að ég mun verða á fimmtudögum. Í samráði við World Class höfum við ákveðið að tileinka fimmtudögum byrjendum og þeim sem vilja koma sér að stað. Þannig ef þið þekkið einhverja sem hafa áhuga á að koma sér að stað hægt og rólega endilega látið vita af fimmtudögunum. En að sjálfsögðu hvet ég aðra líka til þess að mæta þó svo að það sé ekki fast einsog áður var að fara t.d Elliðárdalinn, en það er alltaf gaman að koma og hitta félagana og gera eitthvað annað eða bara það sem manni langar til (t.d. skoða nýjar leiðir eða prufa hópatíma). Svo er auðvitað alltaf ákveðið aðhald að mæta þegar maður hefur mælt sér mót við einhvern hóp.

Að lokum langar mig að benda á vefslóð um Rathlaup eða orienteering. En það er verið að starta þessu á Íslandi núna. Sjálf hef ég prufað svona ratleikjarhlaup erlendis og mæli ég eindregið með að prufa þetta því þarna reynir bæði á að geta lesið í kort, skynsemi, hlaup o.fl auk þess að það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.
http://www.rathlaup.is/

Kveðja
Bogga

1 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Hæ. það var mál til komið að fá þjálfara á fimmtudögum- Fagn. Væri ekki sniðugt að setja í reitinn á forsíðunni byrjendur á fimmtud. ?
kv. Jóhanna

1. október 2008 kl. 15:46  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim