föstudagur, 5. september 2008

Saumaklúbbur og endurnæring.

Takk fyrir síðast saumaklúbbssystur þetta var mjög gaman eins og alltaf. Hnetukakan hennar Eddu var Geggjuðust af öllu geggjuðu, verð að fá uppskriftina, verst fyrir Helga að hún kláraðist alveg, enginn afgangur handa honum. Berglind var með frábært innlegg, boxer, G-strengi o.fl. Nú er bara eftir að sjá hverjir fá eitthvað fallegt frá sínum konum fljótlega.

Endurnæringar-æfing með styrktarívafi.
Ég Var að tala við Fjólu vinkonu og segja henni að allir væru betri en ég í Mílanó-liðinu og hún sagði: ” heppin þá græðir þú mest”. Einmit eins og talað út frá mínu hjarta.
Ég fékk að stjórna æfingunni í dag,ekkert smá stolt. Sýndi þeim Reykjavíkur-æskuslóðir og gæsluvöllinn minn. Hressandi eftir tempóæfinguna í gær. Ég þurfti aldeilis að hafa fyrir henni en var svo stálheppin að vera ekki með neitt mælitæki, þannig að ég sá ekki hvort og hversu mikið of hægt ég hljóp. Okkur finnst svo gaman hjá okkur og við svo æðisleg að Glennurnar virðast hógværar og hlédrægar í þeim samanburði.
Selfoss á morgunn þá eru vaxandi 22km. Ég ætla að nota keppnishlaupið til að gera æfinguna skemmtilegri og vonandi léttari.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahhahahha fyndið, glennurnar hógværar...

8. september 2008 kl. 10:52  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim