miðvikudagur, 24. september 2008

Fimmtudagsréttur

Á fyrsta aðalfundi Laugaskokks lofaði einhver uppí ermarnar á Gullu og Mundu að þær kæmu fram með meinhollar hlaupauppskriftir á fimmudögum. Nú líður að fimmtudegi svo að hér er fyrsta sending frá þeim.


Þetta er indónesískur lambkjötsréttur. Hann er fyrir 6 og hver skammtur inniheldur 393 hitaeiningar og 14 g af fitu, þar af 9 g ómettaða.


800-1000g beinlaust lambakjöt í bitum
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
matarolía til steikingar
1 dós tómatsósa (tomato sauce, 400g)
1 lítil dós tómatmauk
1,25 l vatn
2 msk púðursykur
2 tsk sterkt karrý
1/2 til 1 tsk salt
1 kjúklingateningur
2 epli, afhýdd og í bitum
1 appelsína, í þunnum sneiðum með berki
1,25 dl rúsínur


1. Hitið olíuna og brúnið kjötið, lauk og hvítlauk í potti

2. Setjið allt sem er í réttinum út í pottinn og sjóðið við vægan hita í um 45 mínútur eða þar til kjötið er soðið og gott bragð komið úr ávöxtunum í sósuna. Hrærið af og til.

3. Kryddið eftir smekk. 

Verði ykkur að góðu.

4 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Ekki spurning Formaðurinn mun fá þennan eins fljótt og ég verð búin að jafna mig eftir æfingu dagsins. takk kærlega fyrir.

25. september 2008 kl. 16:04  
Blogger Jóhanna sagði...

Ekki spurning Formaðurinn mun fá þennan eins fljótt og ég verð búin að jafna mig eftir æfingu dagsins. takk kærlega fyrir.

25. september 2008 kl. 16:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábær hugmynd... og sérlega girnilegur réttur.
Hrafnhildur

25. september 2008 kl. 19:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott innlegg í annars skemmtilegar hlaupasögur á þessari síðu! það verður gaman að elda þennan rétt.

25. september 2008 kl. 19:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim