sunnudagur, 21. september 2008

Hlaupið frá Mosó og Brunch

Jæja þá er komin loksins tími á að þjálfarinn tjái sig hérna aðeins.
En fyrir þá sem ekki komu á laugardagsæfingu þá var hlaupið frá Mosó. En góð mæting var og var í upphafi hlaups ákveðið að fara sama hring og í sumar sem að er um 13.5 km þar sem við hlupum í kringum Helgafell, framhjá kartöflugörðunum, fengum m.a. að stökkva yfir lækjarsprænu á leiðinni og bleyta skóna örlítið á leiðinni en það er bara gaman.
Eftir sturtu eða pottaferð var haldið í Katlagil þar sem hver lagði eitthvað til í sameiginlegt brunch. Eftir að hafa raðað ofaní sig allkyns kræsingum var ákveðið að negla það niður að búa til stjórn Laugaskokks. En í stjórn Laugaskokks eru:
Formaður: Ívar
Gjaldkeri: Davíð
Ritari: Bjargey
Meðstjórnendur: Sigrún Erlends og Sævar

Flottur hópur að leggja í hann á laugardagsmorgni í ágúst.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim