sunnudagur, 21. september 2008

Mosóæfing og hádegissamsæti.

Mættum í WC í Mosó í gærmorgunn. Lögðum öll saman af stað og e. nokkra km. skildu leiðir, Mílanóar+Kalli fórum upp í Molfellsdal (veit ekki hvað hin gerðu, t.d. þess vegan þarf fleiri penna á síðuna) vel uppfyrir Gljúfrastein snnérum þar við á 12km. Og nú átti að bæta í og hlaupa seinni helminginn hraðar og enda á hálfmarþontempói. Byrjaði voða vel niður brekku og tókst í 2-3km. svo búið spil og ekki var farið hraðar seinni helming. Heldur streðað móti roki og stundum rigninu. M-liðið var á undan mér en ég hef grun um að þau hafi ekki heldur haldði sjó.
Eftir pott bauð þjálfarinn okkur í Katlagil í Mosfellsdal. Það er yndisleg sveit og kósí gamalt hús. Bogga er búin að hafa í huga lengi að kjósa stjórn Laugaskokks. Þarna tókst það og ef ég tók rétt eftri þá eru stjórnarmenn: Sigrún, Sævar, Bjargey ritari, Davíð gjaldkeri og Ívar formaður. Það er ekki vafi að stjórnin mun standa sig. Ef ekki gengur að tjónka við formannin þá þekkiði vana mannekju sem þið megið leita til.
Annað mál á dagskrá var heimasíðan okkar. Það væri synd að segja að við værum dugleg að skrifa á hana. Fólk vill gjarnan hafa síðuna lifandi, helst einver skrif á hverjum degi. Bogga ætlar að endurnýja sinn lykil svo kannski eigum við von á línum frá þjálfaranum okkar á næstunni. Einnig kom frábær hugmynd um að Munda kæmi með fimmtudagsfréttir. Ég held að þær stöllur Gulla og Munda hafi ákveðið að verða við þessari uppástungu gjaldkerans, ekki verra að hafa gjaldkeran góðan. Þá er bara að hlakka til fimmtudagsins. Það er mikilvægt að á síðunni okkar sé jákvæður tónn og alveg er bannað að skrifa nafnlausar spælingar.
Meistaramót Ármanns sem var frestað til mánudags verður á morgunn 5000m. kv. Og 10.000kk. á Laugardalsvellinum kl 18.30kv. og 19.00kk. upplagt tækifæri til að taka stöðuna á sér og taka almennilega á.
Takk kærlega fyrir gærdaginn.
ps. Var loksins að tengjast netinu og sjá það er komin tjáning frá þjálfaranum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim