sunnudagur, 14. september 2008

Hugleiðingar eftir laugardaginn 13. September.

Fjölmenn Laugaskokksæfing.
Ég taldi ca 50 manns. Því fleiri því meiri fjölbreytni og meiri möguleiki að finna hlaupafélaga við hæfi. Við lögðum af stað öll saman (held ég ) og stefndum á Rokkí. Síðan skiptist hópurinn eftir hraða og vegalengd sem fólk ætlaði að fara.

Mílanóskólinn.
Á Stundaskránni var 26km. úthaldsæfing. Elín stakk uppá að fara Rokkí og kíkja svo á 6tíma hlauparana í Elliðarárhólmanum. Ég fann strax á Skólavörðustígnum að þessi æfing mundi ekki verða hrist fram úr erminni. Eftir að hafa blásið hjá Leifi Eiríks. virtist þetta léttara og ég hélt í liðið í 1-2km. Þá sigu þau fram úr(ef það erþá hægt að tala um að síga framúr) Sævar, Elín, Davíð, Ólöf og Helgi (Summi var þá þegar horfinn enda hann mun hraðari) þegar við vorum komin í Fossvoginn var ákv. að fara hring í Kópavogi og svo í Jónshlaupið. Fljótlega missti ég sjónar af liðinu og á einum göngustígsgatanamótum ákvað ég að fara styðstu leið í hólmann svo ég næði allavega einum hring með okkar fólki. Þarna var ég orðin þreytt og komin á það stig að það væri bara mjög gott hjá mér að labba allar brekkur.

Jónshlaupið.
Í hómanum var hörkustemming, þótt hefði verið meira gaman að fleiri hefðu tekið þátt í hlaupinu. Hitti Gunnlaug og flélaga við tjaldið, Hann sagði að Ívar væri sprækur. Ég lagði af stað öfugan hring og fljótlega hitti ég minn mann sem var búinn að hlaupa í tvo tíma og átti eftir fjóra. Ekki var nú sérstaklega sprækt í honum hljóðið. Trausti búinn að stinga hann af og Ingólfur líka á undan. Agga var þarna og bar af, virkaði sterk og létt. Eftir að hafa hlaupið með einn og hálfan hring var minni æfingu lokið. Fékk skutl heim í Laugar hjá Berki. Hann var í voða flottu rauðu vesti sem þeir Ásgeir fengu fyrir að hafa lokið Mont Blanc hlaupinu (getum kallað það Montvesti) Gaman að hitta hann og fá smá viðbót við ferðasöguna þeirra.
Mætti svo aftur rúmum klukkutíma fyrir lok Jónshlaupsins. Staðan var svipuð nema Trausti hafði hætt eftir eitt maraþon. Seigur strákurinn svona viku eftir Járnkarlinn.
Ívar var orðinn fyrstur í 6 tímunum og Agga enn sterkleg. Þau Ívar með rúml.67km. og Agga með rúml.58km. stóðu uppi sem sigurvegarar í Jónshlaupinu (6 tímunum) í ár. Ég var mjög stolt af okkar fólki þarna. Auk sigurvegarana og Trausta (6t) fóru Ingóllfur (sem hafði vit á því að fara langa æfingu í hlaupinu)tæpl.36km. og Gunni Geirs fór rúml. 30.5km. Flottir karlar. Sjá nánnar í skilaboðaskjóðunni hans Gunnlaugs: http://www.gajul.blogspot.com/ þar eru líka flottar myndir af þátttakendum og ýmsar tölulegar upplýsingar um hvað við eigum góða hlaupara. (Sigurvegararnir bera af voða krúttleg með verðlaunagripina sína).

Tökum þátt í hlaupaviðburðum.
Við áttum því láni að Fagna að hafa Pétur Franzson hlaupaleiðtoga í mörg ár, Að öðrum ólöstuðum var hann yfirsnillingur í að drífa fólk með í ýmsa hlaupaviðburði. Nú þegar hann er öðrum hnöppum að hneppa verðum við að vera dugleg að halda stemmingunni og drífa okkur með, halda áfram að gera ýmsar skemmtilegar hlaupagloríur.
Ég dauðsá eftir að hafa ekki skráð mig í hlaupið 3-tímana og notað þessa flottu þjónustu sem var samkvæmisttjaldið hans Jóa var og trakteringar til hægri og vinstri. Þá hefði ég bæði styrkt hlaupið með minni táttöku og fengið stuðning á erfiðri æfingu. En það er gott að vera vitur eftirá.
Þetta er orðið þannig að við erum farin að hafa áhrif með því að taka ekki þátt. Það getur verið spurning um að viðkomandi atburður falli niður vegna þess að ekki fæst næg þátttaka. Tökum þátt í því sem er í boði bæði til stuðnings okkur sjálfum og Hlaupunum.
Haustlita hlaupið í Reykhóasveitinni og Jónshlaupið voru bæði mjög skemmtilegir hlaupaviðburðir með allt of fáa þátttakendur. En það er of seint að iðrast eftir dauðann, og við sem höfðum ekki vit á að notfæra okkur 3 tíma hlaupið og fyrir ykkur sem mistuð af Reykhólasveitnni, Flókalundur-Bjarkalundur! Nú er tækifæri til að bæta um betur. Það er:
Meistaramót Íslands í boði frjálsíþróttadeildar Ármanns. Miðvikudaginn n.k. þ. 17. sept. 5000m. kv.kl 18.30 og 10000m. kk kl 19. Ekki spurning um að nýta sér þetta, keppa og ná sínu besta fyrir þá sem eru í því stuði, eða sem bestu tempoæfingu sem hægt er að fá. Eva vakti athygli mína á þessu í gær og eftir að hafa nagað mig í handbökin yfir því að hafa ekki farið í 3-tíma hlaupið ákvað ég að láta þetta ekki fram hjá mér fara og vera með. Ég þarf aðeins að mixa í Mílanóprógramminu en vona að ég fái leyfi hjá yfirkennaranum til þess.
Í fyrra var Eva ein á brautinni í þessu móti og aðeins fimm karlar í 10k. þetta nær náttúrulega engri átt. Í þessari uppsveiflu sem er í hlaupunum. “Kæru systur, kæru skystur” mæturm allar á á meistaramótið. Verum nú í fyrsta skipti fleiri en strákarnir. Linkurinn á mótið er: http://fri.is/pages/articles6/motaskra/
Kær kveðja. Jóhanna Eiríksd. Íslandmeistari kv. í aldurfl. 40-49 ára árið 2006

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Góður pistill vinkona auðvitað á maður að mæta alstaðar :)en lofa mer ekki þann 17.Gangi þér vel að verja titilinn kv.Fjóla

14. september 2008 kl. 22:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rétt hjá þér Jóhanna en ég er ekki í stuði fyrir keppni þessa dagana.. Gangi þér vel að verja titilinn kveðja, Hafdís

15. september 2008 kl. 09:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vííííí... Nú er ég ánægð með þig vinkona (eins og alltaf reyndar :)

15. september 2008 kl. 10:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert svo dugleg að blogga Jóhanna og það er gaman að lesa pistlana þína. Mikið er ég sammála þér með mætingu í hlaupin. Ég dauðsá eftir að vera ekki með í
3ja tíma hlaupinu. Segi eins og þú og verð með næst:-) Sé til með hlaupið á miðvikudag. Vona að Mílanó æfingar gangi vel. Kv, Sigrún

15. september 2008 kl. 19:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hmmm, já það væri nú gaman að taka þátt. Veit ekki hvað sköflungarnir segðu þó.

Takk fyrir litla sæta hlaupatúrinn úti í hólmanum á laugardaginn.

16. september 2008 kl. 22:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim