miðvikudagur, 3. september 2008

Mílanó-Bætingahlaupið slær í gegn

Snemmsumars ákváðum við Elín að finna gott hausthlaup og bæta tímann okkar í maraþoni. Vera í góðu formi við upphaf prógrams og æfa faglega frá 1.degi í prógrammi.
Í dag var þriðji dagur í prógrammi og ég get svo svarið það að ég hef getað allar æfingarnar 100% en á morgunn er tempóæfing sem ég er dauðhrædd við það eru 6.5km á 10km hraða sem er 4.40 hjá mér. En ég skal hafa það af. Ef ein æfing klikkar þá er hlaupið ónýtt.
Til að gera langa sögu stutta(þarf að fara snemma að sofa til að safna kröftum fyrir æfinguna á morgunn, nú sitja maraþonæfingar fyrir ÖLLU öðru í lífinu) þá erum við orðin 10-13 sem erum ákveðin í að fara og ég veit um 8 sem eru búnir að skrá sig. Ég var að enda við að skrá vin okkar sem ætlar að hlaupa sitt fyrsta maraþon. Mjög gaman að fá hann með, vonandi nær hann að mæta sem oftast með okkur á æfingar því það er ótrúlega góður mórall í Mílanóhópnum. Ég held að prógrammið fólkið bak við það sé að gefa okkur gott pepp.
Ég ætlaði að skrifa um Haust-hlaupið okkar Ingólfs Sveinssonar og Gunnlaugs Júlíussonar ásamt Ívari og Stefáni Viðari. Það var meiriháttar ævintýri. En verð að bíða með það og fara að sofa fyrir morgunnæfinguna. Bendi ykkur bara á síðuna hans Gunnlaug í bili. Þar eru bæði myndi og skemmtileg frásögn.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott tempó æfing hjá okkur í gær og engin ástæða til þess að óttast þær í framtíðinni Jóhanna. Kv. Elín

5. september 2008 kl. 15:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim