þriðjudagur, 10. júní 2008

Sól og sumar á Mánudegi

Frábær mæting í Laugum í gær, enda mánudgur, sól og sumar. Ég taldi 40 manns. Eftir að allir höfðu óskað Elínu til hamingju með frábært afrek (eitt hundarað kvikindi á þessum fína hraða- bara skil ekki hvernig þetta er hægt) fór Bogga galvösk með liðið í pýramídaspretti í túnunum. Allskonar vegavinnur og framkvæmdir til að þyngja æfinguna, við erum að sjálfsögðu eins og Keneyja-hlauparar, tökum öllu fagnandi sem þyngir æfingarnar. Sigruvegari æfingarinnar var Rósa Jónsd.,nýjasti byrjandinn, Sem hefur ráð undir rifi hverju (eins og hún á kyn til) og finnur liðið aftur og aftur eftir að vera stungin af ítrekað. Tapari æfingarinnar var Jóhanna Eiríksd. Sem gafst upp í Hátúninu og hljóp beina leið heim, þetta voru bara 200 metrar –gat ekki staðist það, eru ekki freistingar til að falla fyrir þeim?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim