laugardagur, 7. júní 2008

100 kílómetra dagur


Þegar föngulegur hópur hljóp frá Laugum voru 100 hlaupararnir búnir að vera að í tvo og hálfan tíma.


Veðrið var fínt, en spáin var ekki góð. Þegar við komum inn í Elliðaárdal fórum við að hitta 100 hlaupara og við beygðum í átt að Bryggjuhverfinu. Þar mættum við - og slógumst í för með - Elínu og Kalla.



Í Fossvogsdalnum var snúið við upp í veðrið, rigninguna og rokið. Hvílíkur dugnaður í þessum 100 hlaupurum að gera þetta 10 sinnum.



Vonandi gengur þeim öllum vel.

2 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Sést greinilega á síðustu myndunum að þarna var herramaður á ferð sem klæddi sig úr og klæddi hlaupakonuna í :)

9. júní 2008 kl. 08:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jú ég var búin að átta mig á því ;o)
Vel upp alin hjá þér
kv.Hildur

9. júní 2008 kl. 12:44  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim