þriðjudagur, 10. júní 2008

Heiðmörk og áskorun á þjálfarann

Frábært veður og stelpustemming í mörkinni: Bogga, Munda, Gulla, Ólöf, Arndís, Svava og undirrituð mættar ásamt Eggerti og Þóri. Hlupum öfugan hring sem er eiginlega orðin réttur núna. Við gatnamótin þar sem brekkan (bílvegurinn) byrjar sáust tvær koma hlaupandi, hélt fyrst að það væru systurnar, en það voru Sigrún og Agga alveg eins klæddar að hlaupa sína 3 slaufu (held ég) þvílíkt sprækar, lofar aldeilis góðu fyrir Laugaveginn. Efitr teyjur og rabb yfirgáfum við stelpurnar svæðið. Strákarnir voru ekki komnir til baka, hafa sennilega tekið nokkrar lykkjur eins og Sgirún og Agga. Allavega- vonandi ekki villst ;)
Við Elín vorum að enda við að skrá okkur í bætingarhlaupið okkar. Mílanó City maraþon þann 23. nóvember n.k. Hlaupið lofar flatri og hraðri braut, hérum og ýmsu fleiru spennandi. Nú er bara að finna prógram sem við föllum fyrir, jafna sig eftir hlaupaævintýri vorsins og setja svo í gang. Nú reynir á nýja þjálfarann okkar (að hluta) :) Hún byrjaði með að segja mér að hlaupa með byrjendum á næstu æfingu. Sjáum til.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Úff nú er pressa. Þú nefndir ekki hinn valkostinn sem þú fékkst fyrir æfinguna í dag;)

kv
þjálfarinn

11. júní 2008 kl. 11:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góðar, maður ætti kannski að spá í að slást með í för. Akkúrat 12 vikur frá hjólaferðinni í Mílanó City hlaupið spurning hvað prógrammið verður langt hjá ykkur...kveðja Hafdís

11. júní 2008 kl. 14:19  
Blogger Jóhanna sagði...

Já Hafdís þetta er freistandi ;)

11. júní 2008 kl. 19:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er að skoða prógrammið sem Eva fór eftir. Það er einmitt 12 vikna. Það væri gaman að fá ykkur hjónin með. Kveðja, Elín

11. júní 2008 kl. 20:31  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim