laugardagur, 22. desember 2007

Jólakveðja

Kæru Laugaskokkarar!

Óska ykkur öllum góðra og gleðilegra jóla. Takk fyrir frábært hlaupaár!

Mínir km urðu nokkuð (slatti mikið!) færri en Jóhönnu Miami fara í morgun, en voru mér samt dýrmætir, þegar maður er að koma sér í hlaupaform á ný! Og ekki var verra að hlaupa um í éljagangi og vindhviðum, rífur úr manni jólastressið (sem er hvað annars?? ;) (Er maður kannski komin með alvarleg fráhvarfseinkenni frá hlaupum þegar maður er farinn að dásama íslenska veðurfarið??). Þetta var allavega góð byrjun fyrir nýtt hlaupaár.

Hafið það nú verulega gott um jólin og safnið nægum forða fyrir komandi átök ;)

1 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Sömuleiðis Helga mín. Takk fyrir frábær kynni á liðnu ári og takk vyrir hvað þú ert búin að vera dugleg að gera góða stemmingu betri hjá Laugaskokki

23. desember 2007 kl. 18:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim