laugardagur, 22. desember 2007

Ferðalag 35.3km

Einn lítill Maiamifari fór í ferðalag í morgunn. Lagði af stað heimanað tæpl. 9. Fyrsti áfangastaður var Hófgerði í Kópavogi. Hitti þar tvo aðra Miamifara, Þá allt í einu varð ferðalagið svo miklu skemmtilegra og við skokkuðum þrjú saman að WC í Hafnarfirði. Slatti af Laugaskokkurum og þar af einn Miamifari voru þar. Nú var þetta orðið hópferðalag. Garpur hans Kalla réði sér ekki fyrir þessum fjölda sem þarna var. Kalli stóð sig eins og hetja við að halda hvutta á mottunni. Smátt og smátt hvarf hópurinn. Við Lísa, Gulla og Summi vorum samferða góðan spotta m.a. í Vaselínbrekkunni og auðvitað var sagður vaselínbrandarinn hahaha.
Þegar nálgaðist Hafnarfjarðabæ kom Ásgeir á móti okkur Ingólfi Sv. og Lísu og lóðsaði okkur um Hafnarfj. “Erum við á leið í Straumsvík spurði Ingófur sv. Já já sagði Ásgeir þetta er leiðin. Ég held að Ingófi hafi ekki litist á. Þegar Ásgeir ákvað að nú skildi taka hraða kaflann, sem átti að vera í þessu hlaupi, stungum við Ingólf af . Hef grun um að hann hafi farið of hratt á brettinu í gær. Vonandi hefur hann skilað sér í World Class í Hafnarfirði. Við Ásgeir hlupum þar framhjá – á hvínandi siglingu og sem leið lá í Hófgerðið. Þar var drykkjarstöð og svo hljóp litli Maiamifarinn aftur orðinn einn beint heim til sín í Skipholtið.
Samtals urðun þetta 35.3km og ég er hin sprækasta hér við tölvuna á leið í heitt nuddbaðið með Stebbaolíunni frá Bibbu á Ásgeiri og kertaljósið frá Evu og co. Getur ekki verið betra. Takk öll sömul fyrir skemmtilegt ferðalag.

2 Ummæli:

Blogger Helga sagði...

Glæsilegt hjá þér Jóhanna! Dáist að undirbúningu Miami fara í svartasta skammdeginu.

22. desember 2007 kl. 16:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk, sömuleiðis skvísa mín.
Þú bjargaðir alveg maraþonundirbúningnum mínum :)
Bibba

23. desember 2007 kl. 18:32  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim