sunnudagur, 9. desember 2007

28 kvikindi

Rúmlega 20 skokkarar voru mættir í Laugar í morgunn. Alltaf gaman að hitta liðið. Hópurinn lagði af stað í austur, stærsti kjarninn hljóp í grafarvog samtals um 13km. Þá var að byrja ballið, ákvað að fara niður í bæ. Endaði út við flugvöll og svo Réttarholtsveg heim upp á kommu 28km. í Laugum. Ekki mikið mál að fara vegalengdina en sénslaust að halda hraða seinnihlutann. Geypileg vetrarfegurð í bænum sól, snjór og allt.
Skoraði á Davíð í keppni í gamlárshlaupinu, hann tók áskoruninni.
Ráðlegging dagsins: Kom frá Ívari: “ þú skalt bara halda jöfnu tempói og ekki rikkja fram og til baka”. Að hann skuli ekki hafa minnst á þetta fyrr ;)
Krössuðum svoí kaffi hjá Gunna í firðinum, hvað er betra eftir svona æfingu.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er Ívar að bulla þú að rikkja hvað??????

9. desember 2007 kl. 14:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert nagli að nenna þetta ein, ég dauðvorkenndi þér að þurfa að fara áfram. En með þessu áframhaldi áttu eftir að standa þig vel. Þú hefur allavega agann..

kveðja, Hafdís

10. desember 2007 kl. 09:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Voru þetta ekki 28 kílómetrar, og svo ríflega 20 kvikindi sem mættu?

11. desember 2007 kl. 15:54  
Blogger Jóhanna sagði...

Stundum eru kílómetrar kvikindi.

11. desember 2007 kl. 19:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim