mánudagur, 17. desember 2007

Ægifagurt jólahlaup og Kakó hjá Davíð og Ólöfu

Loksins er komin tenging við ykkur aftur. Hef ekki náð inná bloggið eins og venjulega, það var ekki fyrr en ég var búin að ná sambandi við Óla að ég kom auga á augljósa leið til að tengjast aftur.(Einn sonur minn vinnur við tölvur og notar fyrir brandara á kaffistofunni þegar hann þarf að kenna mömmu sinni eitthvað á tölvuna).
En frá því síðast hef ég farið nákvæmlega eftir prógramminu góða (nema bara ekki náð að halda fyrirfram ákv. hraða - ætli það skipti máli?) t.d hljóp ég poveraid á 53mín en ekki 48:30 eins og stóð í prógramminu. Laugardagsæfingin var líka hundhæg vegna hálku fyrstu 10k og skemmtilegs félagsskapar(pottþéttar afsakanir). Kæru laugaskokkarar takk kærlega fyrir laugardaginn, frábært jólahlaup og Davíð og Ólf takk fyrir jólakakóið. Þetta var allt æði.
Í dag bíða svo jassú sprettir og það er ekki spurning um að ég get þá æfingu 10x800m á 13,1 samtals 17km. Fór þessa æfingu síðasta mánudag án þess að drepa mig.
Heæðslukast dagsins: Verkur í vi. hné á laugardaginn og í gær. eins og sé eitthvað laust að hringla í hnéinu sem veldur vondum verk :(

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir hjálpina á laugardag Jóhanna..Mér fannst þið flottastar þið Elín að nenna draga okkur hægföru áfram og annað að ég lærði eflaust meira á þessu hlaupi en allt síðasta ár..svo takk fyrir kennsluna :o)
Kveðja Hildur

17. desember 2007 kl. 11:32  
Blogger Jóhanna sagði...

Mín var ánægjan. Svo gaman að sjá hvað þið leynið á ykkur.

17. desember 2007 kl. 11:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta með hraðann : Ef ég þekki höfund þessa plans rétt þá hef ég trú á að hann hafi hraðann metnaðarfullann til að reyna að keyra nemandann áfram. Þá tekur hann líka sénsinn á að nemandinn fari að brjóta sig niður ef hann nær ekki að standa við planið. Hann þekkir þig nógu vel til að vita að þú gerir það ekki.
Með hnéð þá verð ég að biðja þig, Jóhanna að hafa samráð við hjúkkuna sem við þekkjum báðar og þú átt til að loka á þegar þér er einhvers staðar illt
:)
Bibba

18. desember 2007 kl. 09:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim