laugardagur, 8. desember 2007

Laugardagur

Ég mætti í hlaupið í dag! Gat ekki valið betra veður, logn og smá frost.
Það var ekki orðið alveg bjart þegar við lögðum af stað, en mér tókst að ná í skottið á nokkrum


og sá líka nokkur andlit


Leiðin lá í Grafarvoginn, en í Bryggjuhverfinu var ég sprunginn og þegar fólkið ætlaði lengra snéri við þar. Það var orðið töluvert bjartara þegar ég rölti til baka svo ég tók nokkrar myndir í viðbót




Pétur náði mér


og ég reyndi að halda í við hann í smá stund eða þangað til að hann setti í 2. gír og hvarf. Þessi tvö komu rétt á eftir mér í höfn.


Ég ætlaði að ná myndum af fleirum, en kuldinn sigraði mig. Ég var nokkuð ánægður með þetta hlaup, tæpa 13km. Það er rúmt ár síðan ég hljóp svona langt síðast - þetta er að tosast hjá mér.

2 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Flottar myndir, Kallinn greinilega á bullandi siglingu.

9. desember 2007 kl. 00:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta eru flottar myndir, Óli. Þú ert alveg frábær ljósmyndari !!
Bibba

10. desember 2007 kl. 22:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim