miðvikudagur, 19. desember 2007

5 og 1/2 vika eftir

Í Miamihlaupið góða.
Eins og hlauparar vita þá er það ekki nokkur skapaður hlutur.
Mér sýnist margir miamifarar vera á bullandi siglingu í sínum prógrömmum.
Það stefnir í að níu fari heilt maraþon og þrír hálft. Mikið væri nú gaman ef sem flestir ættu gott hlaup. Eins og við vitum þá er það óreúlega góð tilfinning þegar maður hefur farið gott hlaup. Áslaug Guðjónsdóttir sagði við mig á startlínunni í Búdapest, þegar ég var á leið í mitt fyrsta maraþon árið 2003, " Jóhanna þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert um æfina". Hún átti við Þegar hún hljóp ásamt öðrum námsflokkakonum Lundúnamaraþon fyrir ca 10 árum. Ég hljop mitt fyrsta marþon með þessi orð bak við eyrað og þau hafa fylgt mér í öllum mínum maraþonum síðan. Gott hlaup mun margfalda stemminguna sem verður að stíga um borð í skemmtiferðaskip að hlaupi loknu og sigla um Karabíska hafið í lystisemdum í marga daga.
Jassú reyndist allt að því auðveldur á mánudaginn og hálftíminn í gær líka léttur, þar voru mættir Garðar, Júlíus og Gunni. Potturinn sem tilheyrir hálftímanum er svo nærandi.
Nú er lykilæfing á eftir: Fossvogurinn á 68 mín. Ég skal hafa það af.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim