fimmtudagur, 20. desember 2007

Fossvogur á 68

Tókst í fyrsta skipti í þessu 12 vikna æfingarprógrammi að gera miðvikudagsæfinguna eins og hún átti að vera. Lagt af stað frá Laugum ásamt slatta af laugaskokkurum (milli 10 og 20) flestir á rólegu nótunum. Hljóp með tveimur Pétrum fossvogshringinn á góðum tíma nema hvað? Við skoðuðun garmsins, sem var með í för, (hans Péturs Ísl.) kom í ljós að hann hafði stoppað eftir 9km. En þessir 9 km. voru á 5:16 meðalhraða eða á 47 mín. Við Pétur erum sammála um að við hægðum ekki á okkur eftir það (frekar bættum í) þannig að þessi hringur var á 68 mínútum og ekki orð um það meir.
Nýtt fólk er á hverri æfingu hjá laugaskokki og ekki séns að læra nöfnin þeirra allra strax. Það kemur. Í gær mætti vinnufélagi minn Kristjana frá Selfossi og býð ég hana hér með formlega velkomna. Það eru 2 ár síðan ég bauð henni á æfingu með okkur og góðir hlutir gerast hægt. Það er ekki nokkur vafi að hún á eftir að sýna hvað í henni býr.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Enda kemur hún frá nafla alheimsins. Einsog annað gott fólk;)

21. desember 2007 kl. 00:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim