miðvikudagur, 5. desember 2007

Lexía

Stundvísi er einn af kostum foringjans og fljótlega eftir að ég byrjaði að hlaupa með Námsflokkum Reykjavíkur, haustið 2000 sá ég að ef maður mætti ekki á réttum tíma var hópurinn farinn. Ekkert sérlega gaman, aleinn niðri í miðbæ og undir hælinn lagt hvort maður fyndi hópinn, stundum vissi Halldór, (ekki kokkur heldur húsvörður) hvert liðið hefði hlaupið.
En sumir læra aldrei sína lexíu og í kvöld sá ég hópinn streyma hjá. Eftir að hafa röflað í foringjanum að einhver klukka í húsinu væri ekki orðin hálf og líka tuðað um hvort garmurinn næði að tengjast á hlaupum þá hundskaðist ég af stað, reyndi að sveifla garmhandleggnum ekki mikið, samkv. fyrirmælum frá Baldri. En ekki tengdist garmurinn. Nóg var að vera hlaupafélagalaus þó ég væri ekki garmlaus svo ég stoppaði í skautahöllinni og plantaði garminum fyrir utan og fór inn í hlýjuna. Loks tengdist garmurinn og við nafnarnir skröltum 15.5 km. löngu búin að gefa skít í fyrirfram hugsaðan hraða. Einhverntíma skal ég hafa það af.
Kosturinn við að missa af hópnum er að maður getur hangsað eins og maður vill. Skoðað í búðaglugga og allt, ótrulega flottur kjóll í glugganum í Max Mara.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hmmmm

6. desember 2007 kl. 09:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég mætti aldrei þessu vant og var einmitt að spá í hvar þú værir, gott að þú gast skoðað jólakjólin á hlaupum, sjáumst á æfingu á lagardaginn. Kveðja, Hafdís

6. desember 2007 kl. 09:12  
Blogger stefan sagði...

Hmmmm ertu viss um að Ívar skoði þessi blogg þín, sem eru greinilega ekkert annað en þokukenndur jólagjafalisti, nýtt úr, nýr garminn, skautar, og kjóll.

:) stefan

6. desember 2007 kl. 10:58  
Blogger Jóhanna sagði...

Stefán! þú laumar þessu nú að Ívari.

6. desember 2007 kl. 12:38  
Blogger Jóhanna sagði...

Laugardagarnir pottþéttir hjá okkur Hafdís.

6. desember 2007 kl. 12:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha
Ég skil ekki hversvegna þú varst ekki löngu farin að blogga !
Bið að heilsa foringjanum ef þú nærð einhverntíma í skottið á honum :o)
Bibba

6. desember 2007 kl. 15:56  
Blogger Jóhanna sagði...

Takk fyrir komlimenntið Bibba, nú þarf ég bara að læra að setja inn myndir ;)

7. desember 2007 kl. 11:20  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim