þriðjudagur, 11. desember 2007

Jassú+hálftími (liggur við að æfingarnar nái saman)

Hálftíminn: Mættir Árni, Gunni og Júlíus. Hljóp mjög hægt, mjög notalegt eftir jassú í gær, en sú æfing gerði samtals 18k. Prógrammið segir að ég eigi að njóta þess að hugsa um þessa viku sem fríviku. Kl 7 á þriðjudagsmorgni er ég búin með 23km. Þetta er nú meira fríið.
Alltaf er nú æðislegt og hressandi að fara í hálftímann, ég bara skil ekki af hverju maður gerir þetta ekki oftar.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ástæðurnar fyrir því að gera þetta ekki oftar geta verið af ýmsum toga, s.s.:

- of mikið myrkur
- of vont veður
- of mikil hálka
- fór of seint að sofa
- hefði átt að drekka minna í gærkvöldi
- hnéð er eitthvað að stríða mér
- nú eða ökklinn ....

gangi þér annars vel í prógramminu Jóhanna, glæsilegt hjá þér að vera á fullu yfir bláveturinn, þú átt eftir að sýna strákunum í tvo heimana þarna úti,


Davíð

12. desember 2007 kl. 13:32  
Blogger stefan sagði...

Frívika???, í marathon prógrammi, nei heyrðu mig nú Jóhanna, Nú mættir þú í Poweraid og gjörsamlega klárar þig upp rafstöðvarbrekkuna og gefur svo í þegur upp er komið alla leið í mark.

13. desember 2007 kl. 11:48  
Blogger Jóhanna sagði...

ok ok ok

13. desember 2007 kl. 17:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hlýðin stelpa. Sá þig í gærkvöldi en náði ekki að heilsa :)
Bibba

14. desember 2007 kl. 23:46  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim