föstudagur, 7. desember 2007

Brettastemming

Fimmtudagurinn 6.nóv. átti að vera á bretti: 20k þar af 8k á 11,1 og 8k á 11,5. Lykilæfing segir þjálfarinn.
Gekk og gekk ekki. Þurfti að hoppa af öðru hverju og drekka og pústa. Hef greinilega ekki þetta hraðaúthald. En brettið fór alla leið, duglegt bretti.
Sénslaust að ég geti hlaupið meira en nokkra km. á þessum hraða. Og hér með ákveð ég að ef hraðaúthaldið verður ekki orðið mun betra 15. janúar þá ætla ég ekki að hlaupa þetta maraþon, nenni ekki að eyða mér í maraþon ef ég á ekki séns að bæta mig. Þá breyti ég skráningunni í hálft maraþon.
En ég er vongóð því ég er ekki dauð á æfingunum þótt ég komist ekki hraðar.
Laugardagurinn býður uppá 28 rólega og ég er viss um að ég fer vegalengdina.
Það var stemming á brettunum í gær, svo langt sem það nær að tala um stemmingu á brettaæfingu. Fullt af fjallmyndarlegum laugaskokkurum allir að spreyta sig á vaxandi æfingum.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta kemur. Þarf bara þolinmæði.
Líka myndirnar ;)
kíki við við næsta færitæki
Bibba

7. desember 2007 kl. 22:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna vera þolinmóð þú getur þetta vel..kv Hafdís

10. desember 2007 kl. 09:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim