mánudagur, 3. desember 2007

Gaman að finna formið koma

Í dag var Yassu: 9*800 á 3:40 eða 13.1 með 3k. upphitun+3k.niðursk. samtals 16,8km. Ekki létt en ekkert að drepast. Hefði ekki átt séns í þetta fyrir 2 vikum.
Kannast einhver við það hvað er gaman að finnast maður mun betri á heldur en á sambærilegri æfingu vikunni áður?
Mikið er gott að geta tekið svona æfingar á gamla góða brettinu í þessum brunagaddi. Laugaskokkarar voru mjög kuldadegir þegar þeir tíndust inn af útiæfingu.

Eiríkur 23gja ára sonur minn bað mig um prógramm fyrir sig og æfingafélaga sína fyrir hálft maraþon Þeir eru að æfa 4-5 sinnum í viku og aðalega að massast. En nú ætla þeir að bæta hlaupum við. Ælti þeir stefni ekki á að verða eins og Kalli. Þetta eru gaurar sem geta sullast 5-10km á 6mín tempói. Ef einhver veit um svona prógram einhvers staðar á lausu þá væri það vel þegið. Það má ná yfir nokkra mánuði og nægir að komast vegalengdina á innan við 2 tímum. Metnaðurinn er nú ekki meiri en svo ;)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott Jóhanna, það er dásamlegt að finna formið koma. Mér finnst Eiríkur frábær, það er auðvita metnaður að ætla að hlaupa hálft skiptir engu máli með hraðann...

kveðja, Hafdís

4. desember 2007 kl. 09:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

You go girl!

4. desember 2007 kl. 14:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim