Nokkrir Laugaskokkarar í hópeinkaþjálfun hjá Lindu

Æfingarnar hjá Lindu eru flestar mjög lúmskar, vöðvahóparnir eru teknir markvisst fyrir og meðan maður einbeitir sér að ákveðnum vöðvahópi þá er maður að þjálfa aðra vöðva einnig. Í hverri viku er hverjum vöðvahópi gerð góð skil, virkilega tekið á ákveðnum vöðvum og í leiðinni eru alltaf æfðir fleiri vöðvar, bara með ákveðinni beitingu líkamans, jafnvægi, boltum o.s.frv. Mikil áhersla er á kvið og bakvöðva. Við tökum vel á því en lyftum ekki því allra þyngsta, gerum í staðinn fleiri endurtekningar sem Linda segir að sé nauðsynlegt fyrir hlaupara. Það henti ekki hlaupurum fáar endurtekningar með rosa þyngdir, það vinnur á móti hlaupaþjálfuninni.
Við teljum að svona styrktarprógram eins og Linda er að hjálpa okkur við, styrki okkur í hlaupunum. Sjálf finn ég mikinn mun á mér, þe. minni verki í mjóbaki og mjöðmum sem voru farnir að há mér ansi mikið í hlaupunum. Og það sem mér þykir skrítnast og ég bjóst ekki við, er að ég finn mikinn mun í teygjunum, get beygt mig betur saman og þar af leiðandi teygt miklu betur en áður. Svona prógram virðist því henta vel stirðum hlaupurum.
Félagsskapurinn er að sjálfsögðu frábær og svo hittum við reglulega fleiri árrisula Laugaskokkara, þ.e. Eggert og Þóri, sem eru í karlaátakinu, hrikalega flottir báðir tveir og skemmtilegir, alltaf jafn gaman að hitta þá og spjalla við þá. Það væri gaman að sjá ennþá fleiri Laugaskokkara í salnum á þessum tíma.
Hópeinkaþjálfun hjá Lindu byggist á því að fjórir æfa saman. Það er því laust pláss ef einhver hlaupafélagi okkar vill koma sér af stað í frábæru styrktarprógrammi. Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband við mig (sibba@lhi.is) eða settu athugasemd hér á blogginu.
(Myndin hér að ofan er af Lindu einkaþjálfara að sýna mér hvernig eigi að gera æfinguna).
Kveðja
Sibba
2 Ummæli:
Frábært framtak. Þið mynduð líka rekast á Stefaníu og kannski Aðalstein ef þið lituð inn á þriðjudags- eða fimmtudagsmorgnum. Sjálf er ég staðfastlega undir sæng á þessum óguðlega tíma... ennþá.
Hrafnhildur
Hrafnhildur mín, þú veist af því að enn er eitt pláss laust, svo að ef þú færð leið á sænginni þá ertu velkomin.
Maður ætti svo auðvitað að bæta þriðjudögunum og fimmtudögunum við í salnum... kíkti raunar í hot yoga á þeim morgnum um daginn ... mæli með því.
Er mjög heitt og alveg vonlaust að komast í sumar stöðurnar, en örugglega mjög gott fyrir líkamann og sálina, svaka afslappandi þrátt fyrir stirðleikann.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim