mánudagur, 15. júní 2009

Meira af Fimmvörðuhálsi

Eftir stuttan fund eftir æfingu var staðan tekin. Niðurstaða var sú að við skyldum koma okkur sjálf á Skóga og byrja hlaup kl. 10:00. Því þarf að leggja
af stað úr bænum eigi síðar en kl.7:00. Í dag hefur einn maki boðist til þess keyra frá Skógum inn í Bása og getur því keyrt fólk til baka að sækja bíla. Fólk þarf því að redda sér sjálft heim. Því er um að gera að tala við aðra eða skoða ferðir áætlunarbíla.

Biðjum fólk að skrá sig ef fleiri bætast í hópinn og segja frá því ef þeir hafa einhvern fararkost eða bílstjóra sem gæti hjálpað okkur.

Á fimmtudagskvöld verður tekið stöðutékk en langtíma veðurspá er ekki góð og því er vissara að skoða það betur þegar marktækari spá er komin.

2 Ummæli:

Blogger Sibba sagði...

Verður farið á laugardaginn? Þe. spáir nokkuð mörgum vindstigum seinnipart laugardags.

18. júní 2009 kl. 22:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég fer væntanlega í fyrramálið á bíl sem kemst ekki í Þórsmörk og ég skil örugglega eftir við Skóga en ég hef pláss fyrir fleiri. Ætla samt líklega að gista svo ég lofa ekki að ég fari til baka sama dag.
Sif

19. júní 2009 kl. 10:36  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim