mánudagur, 16. mars 2009

Auðragatnagleði Laugaskokkarans

28. mars 2009, kl. 20:00 í Gömlu borgum

Sjá auglýsingu á vefslóðinni: http://sibba.is/laugaskokk/28mars2009.pdf

Eftir Flóahlaup, hlaðborð, akstur til höfuðborgarinnar, sturtu með tilheyrandi snyrtingu og almennri yfirhalningu er komið að langþráðri stund í lífi allra Laugaskokkara, þe. Auðragatnagleðinnar, en það þýðir að allir Laugaskokkarar (líka þeir sem ekki komast í Flóahlaupið) hittast og gleðjast yfir að núna eru göturnar orðnar auðar og því von á enn meiri skemmtun í hlaupum næstu mánuða. Við ætlum að hittast kl. 20:00 í Gömlu borgum í Kópavogi (fyrir neðan Kópavogskirkjuna). Sjá nákvæmt kort í auglýsingunni.

Áætlaður kostnaður fyrir húsnæði og mat er kr. 2.500 (verður staðfest eftir að skráningu lýkur). Drykki verða Laugaskokkarar að mæta sjálfir með en áætlað er að vera í Gömlu borgum til ca. miðnættis en þá verður gengið yfir á barinn Catalínu í Hamraborginni en þar er hægt að dansa við lifandi tónlist fram á morgun.

Skráning er til 22. mars hjá Kristni á netfanginu krishrei@simnet.is. Taktu fram fjölda, þe. getur tekið gesti með þér.

Auðnagatnaskipulagsgleðihópur Laugaskokks
Baldur, Kristinn og Sibba


p.s. Skemmtiatriði og hljóðfæraleikarar óskast, einnig einhver til að stýra söng og búa til litla söngbók .... sendið póst á Kristinn eða meldið ykkur hér inn með athugasemdum.

p.s. Þið megið endilega tjá ykkur hér í athugasemdunum um hvernig þetta leggst í ykkur .... koma með ráðleggingar og hugmyndir, þetta nefnilega er okkar kvöld og við ætlum öll að skemmta okkur vel í frábærum félagsskap hvers annars. Ef við leggjumst öll á eitt við undirbúning þá munum við örugglega eignast skemmtilegt minningarbrot til að gleðjast yfir.


2 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Frábært hjá ykkur Sibba og Co en þetta hefur ekkert með 23 að gera er allt 28.
Svo auglýsum við eftir hérum í Flóahlaupinu Ívar ætlar að vera á 40 mínútum. Þannig að óskað er eftir hérum frá 40 upp í 60 mín

16. mars 2009 kl. 20:40  
Blogger Sibba sagði...

Takk Jóhanna fyrir ábendinguna. Ég flýtti mér að laga þetta ;)

16. mars 2009 kl. 21:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim