sunnudagur, 22. júní 2008

Suður Fimmvörðuháls

Laugardaginn 21. júní lögðum við (Frikki, Gulla, Rikki, Óli og Þórir) af stað frá Básum í Goðalandi (sem er við hliðina á Þórsmörk) áleiðis til Skóga með viðkomu á Fimmvörðuhálsi. Klukkan var rúmlega 9 að morgni, sól og hlýtt. Í fyrstu brekkunum mættum við þeim seinustu úr 180 manna hópi Útivistar sem lagði af stað frá Skógum kvöldið áður.

Fyrstu brekkurnar


Kattahryggirnir afstaðnir (iss, ekkert mál!)


Útsýni frá Foldunum í austur, Krossárjökull og Múlatungur til hægri, Rjúpnafell til vinstri


Á Morinsheiði


Útigönguhöfði. Valahnúkur til vinstri og Tindfjöll fjærst


Morinsheiði eftir Heljarkamb.


Fimm fræknu


Skaflinn fyrir ofan Fúkka

Það var farið að þykkna upp þegar við komum að Fúkka eftir tæpa 2 tíma. Framundan var skýjað og farið að kólna.


Á veginum frá Fúkka óð landslagið í skýjum. Á leiðinni niður að Skógum skiftist á með skini og skúrum. Við mættum 3 glennum, Öggu, Evu og Sigrúnu og einni sem ég veit ekki hvað heitir, þegar 6 km voru eftir en þá voru þær búnar að vera að í tæpan klukkutíma.
Við einn af óteljandi fallegum fossum í Skógá.
Skógárgil er ekki síður stórfenglegt.
Við enn einn flottan foss.


Það tognaði aðeins úr hópnum þegar nær dróg Skógum, og tímarnir voru frá 3 tímum og eitthvað í rúma 4 tíma. Þegar nálgaðist Skóga var komin grenjandi rigning, en það var tiltölulega hlýtt og logn. Við enduðum frábæran túr í heita pottinum á Hótel Skógum. Síðan var brunað inn í Bása í grill og góðar veigar.


Leiðin eins og Garmurinn mældi hana, 21,8 km.

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flottar myndir þetta hefur verið æði, kveðja Hafdís

23. júní 2008 kl. 13:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim