laugardagur, 19. janúar 2008

Súpa á Seltjarnarnesi

Enn einn góður laugardagur með Laugaskokki í dag. Farið frá nýju World Class stöðinni á Seltjarnarnesi og Maggi Sig. og Kristín buðu í Súpu á eftir. Ekki að spyrja að gestrisninni á þeim bænum.
Fínasta líkamsræktarstöð á Nesinu og enn einu sinni kom sér vel að hafa val um að fara á brettið. Éljagangur úti og ófærð. Ég þar að auki í hysteríukasti yfir því að vera að fá hálsbólgu og allt. Þessi nýja stöð hefur marga kosti. Allt ný tæki, tenging við sundlaugina, barnapössun o.fl. Ívar sýndi snilldartakta, fór á undan manni sem hann var búinn að lofa að skutla til Magga-ekki góð pössum það ;)
Hrós dagsins fær Ásta fyrir að láta ekki nokkurn mann segja sér að fara styttra en hún ætlaði. Maður fer sína æfingu og ekkert kjaftæði ;)
Fyrstu Miamifararnir fóru áleiðis í dag. Bibba og Ásgeir. Þau ætla að kafa og hjóla og allt þangað til við hin brestum á. Nú er bara að halda áfram hlaupapælingum, tína upp nokkrar fyrirframafsakanir, efast um formið. Án gríns þá ætla ég fyrst og fremst efla einbeitinguna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim