laugardagur, 12. janúar 2008

Poweraid er æði.

4. Poweraid vetrarins.
Mér finnst Poweaid æði. Ég mæti alltaf ef ég get haldið á vetlingi. Hef meira að segja náð því að vera síðust í þessu hlaupi. Alltaf gott að fá tímamælingu, stöðuna á því hvernig maður er hverju sinni og smá spark í rassinn. Skil ekki af hverju sumar hlaupavinkonur mínar elska ekki þetta hlaup ;)
Fyrir tveimur árum í desember-Poweraidinu hljóp ég á 50:02 (í eftirdragi Ívars) en nú á 50:30-óstaðfest. Mjög sambærilegt. Þá hljóp ég Miamimaraþonið 3vikum síðar, líka í með hérann “góða”,á 3:41:16 =5:15 meðaltempó. Nú skal stefnt á 5:12 sem skilar 3:39:25. á jöfnu splitti. Púff, ég veit alveg hvernig manni líður á þrítugasta og eitthvað km.
Þetta Hlaup var fínt og alltaf enn meira gaman þegar börnin mans mæta líka. Frumburðurinn og kærastan voru með mömmu. Kærastan að hlaupa sitt fyrsta 10km. Það er svo gaman að fylgjast með byrjendunum og finna þegar þeir eru að fá hlaupabakteríuna. Alveg sömu taktarnir hjá öllum. Erla stelpan hans Trausta er líka í þessari stemmingu mætir og hleypur full af áhuga.
Miamifararnir Stefán Viðar og Halldór Sævar hlupu flott hlaup – ég held þeir séru í sínu allra besta formi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim