sunnudagur, 6. janúar 2008

Mosfellsheiði í Myrkri. Fimmstjörnu æfing og súpa hjá Öggu.

Æfingin átti að vera 26k. rólega(5:40-5:50).
Varð: 26-26.5km. á 5.30 –frekar flott. Með hlaupakavaler eins og Ævar þá bara hleypur maður og ekkert kjaftæði.
Ívar og Siggi Hansen höfðu ákveðið að keyra (í bíl) upp á Mosfellsheiði Frá World Class í Mosó, þaðan sem Laugaskokksæfing átti að vera í dag,30km.+ og hlaupa til baka. Mig langaði að stökkva á þessa rútu, hlaupa bara styttra eða e. mínu prógrammi=26k. Reyndar dálítið skerí að vera ein á miðri heiði um hávetur í niðamyrkri en ævintýralegt og freistandi að brjóta upp kerfið. Ég útbjó mig vel með endurskinsvesti+ síma+ þrúgusykur, lítra af vatni o.fl.
Áður en við lögðum af stað að heiman fékk Ívar símtal, einhver að melda sig með. Viti menn, haldiði að ég hafi ekki grætt hlaupafélaga, ég ætlaði varla að trúa þessu. Ævar hafði líka séð að æfing eins og þessi var tækifæri sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.
Kl.8 lögðum við af stað að nýju í Worldclass-stöðinni í Mosó. Þar biðu Siggi Hansen og Inga ásamt Ævari. Inga skutlaði okkur að afleggjaranum að Grafningi. Bíllinn sagði: 26km. Við Ævar af stað. Tveimur tímum, tuttugu og fimm mínútum síðar komum við aftur í Mosó-WorldClass.
Þessi æfing var algjört æfintýri. Frábært veður, og auðar götur. Það var svo mikið myrkur fyrstu km. að við sáum ekki veginn, rétt aðeins hvítu línuna í kanntinum. “Er þetta ekki brekka"? "Jú jú ég finn það". Ég meinaða við sáum ekki brekkuna.
Þegar við nálguðumst vesturlandsveginn mættum við Trausta, Hann hljóp svo áfram móti strákunum. Stuttu seinna komu laugaskokkarar í hópum. Hellingur af fólki, greinilega vel mætt á æfingu. Mjög gaman að hitta þau.
Öggusúpan var frábær mikið stuð. Gaman að heimsækja Öggufjöslkyldu. Eyrún sagði mér að hún væri sko ekkert nýbyrjuð í skóla.
Ævar, Agga og allir laugaskokkarar takk kærlega fyrir mig í dag.
Ívar verðlaunaði sína í kvöld og bauð henni þríréttað á Hereford, maður fær nú ýmislegt ef maður hleypur hratt ;)

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Dugleg varstu alltaf gott að fá góðan hlaupafélaga og svo Herreford alger Bónus í lok dags.Flott hjá Ívari :) Kv Fjóla

6. janúar 2008 kl. 15:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað varð um sænskar kjötbollur og IKEA kaffiteríuna?

6. janúar 2008 kl. 22:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Jóhanna gaman að sjá að það gengur vel hjá þér. Ívar flottur á því, enda herramaður. Gangi þér vel með þessa síðustu daga í prógramminu og svo er bara að rúlla hlaupinu upp og þá getum við farið að tala um skíðafrí kveðja, Hafdís

7. janúar 2008 kl. 09:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Verði þér að góðu Jóhanna mín og ekkert smá flott æfing hjá ykkur.
Og nei, maður er sko ekkert nýbyrjaður í skóla þegar maður er búinn að vera hálfan vetur ... kjánaleg spurning hjá þér :) kv. Agga

7. janúar 2008 kl. 20:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið rosastuð hjá ykkur, leit að missa af æfingu.
Jóhanna það er rosalega sniðugt að vera með höfuðljós þegar maður er að hlaupa í svona myrkri (og geggjað cool;))
Kv Bogga

7. janúar 2008 kl. 20:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim