þriðjudagur, 15. janúar 2008

Þreyttur en hleypur samt: Merki um að maður sé að komast í gott form.

Í dag var róleg endurnærandi æfing. Mjög gaman að fara í laugar, hlaupa stutt og rólega en aðallega blaðra.,
Ég heyrði hjá Sigga P fyrir nokkrum árum að þegar manni fyndist maður vera þreyttur en getur samt hlaupið, þannig að maður komi sjálfum sér á óvart, þegar maður er mættur á æfingu. Sé það merki um að maður sé að komast í form. Ég er að gæla við að þetta sé að gerast. Nú þegar 11 dagar eru í hlaupið góða.
Nú er víst lítðið hægt að gera annað en að hvíla vel og nærast vel. Á morgunn er þó áreynslu æfing og best að vera ekki með neinar form-yfirlísingar fyrr eftir hana. Hún lítur svona út:
Jafnt, byrja hægar eða hita upp fyrst, allavega 10 km á 5:00 meðalhraða
Svo er hægt að stressa sig á því hvort hún sé kannsi of erfið svona stuttu fyrir hlaup. Þetta er nú meiri línudansinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim