miðvikudagur, 16. janúar 2008

Pirr

Æfing dagsins tókst ekki. Náði 5km í einni bunu, var þá búin að ákveða að hoppa eldsnöggt af og drekka en þetta “eldnöggt” varð púst og eftir það náði ég mér ekki á strik. Er enn að pirra mig á að hafa ekki hangið lengur.
Fór svo og hitti laugaskokkara þ.e. naglana sem voru á leið út. Ótrúlegt hvað margir voru mættir miðað við veður og færð. Meira að segja unglingur á æfingu, þarf ekki að taka það fram að hann var með fyrstu mönnum Fossvogshringinn, langt á undan foreldrunum þótt hann tæki auka slaufu.
Á morgunn er svo 3x1000 á 4:50 og 1mín ganga á milli. engin spurning, það gengur vel.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bannað að vera með eitthvað PIRR, þetta er bara svona gengur upp og niður þú ert í fanta formi og ekki spurning með æfinguna á morgun þú tekur hana með stæl. kveðja Hafdís

17. janúar 2008 kl. 09:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skyldi unglingurinn nokkuð bera eftirnafnið Richter ?
Bibba

18. janúar 2008 kl. 13:04  
Blogger Jóhanna sagði...

Bibba glúrin

18. janúar 2008 kl. 18:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim