miðvikudagur, 9. janúar 2008

Höldum síðunni lifandi.

Samkvæmt prógramminu átti að fara: 14km og þar af 10 á 5:12 eða hraðar og nota Elliarárdalinn svo átti að fara 10km. rólega á morgunn. Alveg gráupplagt að snúa þessu við og taka poveraid á morgunn. Hljóp í dag lengst af með Hafdísi. Var farin að halda að þetta yrðu þéttingshraðir 10km. en það rættist úr þegar Hafdís hélt áfram og ég sleðaðist ein upp brekkuna hjá Borgarspítalanum, sú er löng og brött, Þá fauk allur gróðinn á einu bretti . Nú er bara að byggja upp sæmilegt stress fyrir annað kvöld.Það eru 17 dagar í hlaupið góða. Og þá mun þessu bloggi ljúka (Kannski einhverjar fréttir af úrlsitum og hvernig menn taka sig út siglandi). Ég treysti á ykkur Laugaskokkara að taka við keflinu og halda síðunni lifandi. Kannski einhver Bostonfari að leyfi okkur að fylgjast með. Einnig upplagt fyrir Hafdísi að vera með yfirlýsingar fyrir Kaupmannahöfn. Ég er löngu búin að læra að nota tækifærin og vera með yfirlýsingarnar fyrirfram, það er nefnilega ekkert víst að maður verði kokhraustur eftir blessað hlaupið.

Bostonfarar! Hér er linkur á skemtilega töflu:

http://www.rrca.org/resources/articles/baasplit.html

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú stendur þig vel!

Kveðja, Bryndís og Ingólfur

11. janúar 2008 kl. 00:36  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim