föstudagur, 18. janúar 2008

Fimmtudagur og Föstudagur með allt í rugli

Fimmtudagur
Sprettir 3x1000m. á 4.50, ein mín. ganga á milli – reyndist auðvelt og skemmtilegt. Komst að því í brettaspjalli við Summa að ég væri eins og hann meiri svona sprettatýpa.
Frekar fáir á æfingu (úti) en fjöldinn allur af laugaskokkurum inni ýmist að massa sig eða hlaupa.


Allt í rugli
Er búin að brjóta heilann um hvernig geti staðið á því að vikan stefnir í 52km. en á prógramminu stendur samtals 62km. Búin að fara yfir æfingarnar aftur og aftur,leggja saman km.,telja daga og allt, þangað til ég loksins sá hugsanavilluna. Sprettirnir sem ég tók í gær áttu að vera í dag og bara 10km. rólegir í gær. Í staðinn stóð ég í þeirri meiningu að það væri hvíld í dag og fór í nudd eins og fín frú. ;)
Verð að koma hér að hamingjuóskum til stórvinar míns Sævars sem á hálfraraldarafmæli í dag. Megið þig Bryndís eiga mjög góðan dag í Lundúnaborg.

2 Ummæli:

Blogger lisa sagði...

Ég er viss um að þú hafir átt gott nudd skilið eftir allan dugnaðinn undanfarið.
Gangi þér vel með framhaldið. Kv Lísa

18. janúar 2008 kl. 23:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nuddið pottþétt á við 10.km hlaup :)Kv Fjóla

19. janúar 2008 kl. 11:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim