þriðjudagur, 8. janúar 2008

Langir sprettir og endurnæring.

Mánudagur 7.janúar.
3x2km. á 4.40. samtals 12km með upph+niðurskokki.
Mjög erfiður fyrsti spretturinn og svo smá versnaði það. Ég reyndi að einbeita mér að tvennu. Því sem Summi sagði: að nú væri síðasti séns að taka á því í þessari æfingarlotu og svo gaurnum sem var í vatnskúlu í marga daga og hélt svo niðri í sér andanum í margar mínútur. Þegar sprettunum var lokið var ég fljót að jafna mig og átti nóg eftir í niðurskokkið og fílaði mig ágætlega.
Það var fullt af fólki á Laugaskokksæfingu. Mér heyrðist Helgi vera að ybba sig eitthvað þegar ég var að andast á síðasta sprettinum. Bíði hann bara ef mér tekst að hlaupa þetta maraþon sæmilega þá mun ég hiklaust gera atlögu að tímanum hans seinna á þessu ári.
Þetta var síðasta erfiða sprettæfingin í prógramminu. Næsta áreynsla er á fimmtudag í Poweraid.

Í dag Þriðjudag 8. jan. átti svo að vera endurnærandi morgunnhringur sem breyttist í seinniparts-brettaskokk. Endurnærðist í staðinn í Hádeginu á Gló með vigtunarstelpunum Evu, Bibbu, Ástu og Öggu.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekkert vesen Jóhanna, þú hirðir þessa tíma bara af strákunum strax í Florida og engar refjar.

kv.
Davíð

9. janúar 2008 kl. 13:09  
Blogger Jóhanna sagði...

Já það getur þú sagt

9. janúar 2008 kl. 14:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna mín!! Þú átt eftir að rúlla tímum þessara herramanna sem kenndir eru við Bakkabræður á Miami. Þú ert í fanntaformi og þeir geta bara byrjað að naga á sér handabakið:-) Kv, Sigrún ( Kennd við Glennur... hahha)

9. janúar 2008 kl. 18:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki spurning, þú ert í fantaformi sem á berlega eftir að koma í ljós á eftir niðurtrappinu fyrir hlaupið. Svo þarftu náttúrlega að hlaupa hratt fyrir mig líka :)
Bibba

9. janúar 2008 kl. 21:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim