laugardagur, 12. janúar 2008

Stemming í Laugum

Stærðar hópur mættur í Laugar í morgunn kl 10. eftir smá pælingar hvert ætti að fara, hvað langt og hvað hratt (enginn foringi) fóru flestir saman af stað meðfram Sæbrautinni. Margir fóru Rocky En við Helgi, Davíð, Summi, Elín og Elli fórum út á Nes, yfir Lindarbrautina og svo heim hjá Nauthóli sáluga. Frábært veður og færi ágætt. Þetta gerði 19km. á mínum garmi og meðaltempó 5:33, bætti við tveimur á 5:27 inni fór þar eftir ráðleggingum Ella sem sagði að þá kæmi maður heitari inn í teyjurnar og það var raunin miklu betra að teyja svona heitur.
Ég mæli með Helga sem tempóstjórnanda, hann er mjög nákvæmur.
Ólöf kona Davíðs mætti á sína aðra æfingu í dag, mjög gaman að hún skuli vera mætt. Velkomin Ólöf.
Takk fyrir mig í dag.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim