þriðjudagur, 22. janúar 2008

Pesta-og Próteindagar

Nú ætlaði ég að vera voða flink og gera eins og Siggi P. gerði (held ég áður en hann setti íslandsmetið í maraþoni). Það er að borða eingöngu prótein í 3 daga þegar 6d. eru í hlaup. Og svo síðustu 3d. fyrir hlaup eru kolvetnadagar. Þetta á að vera svo snjallt því að ef maður hefur svelt líkaman af kolvetnum þá á hann að drekka í sig svo mikið af þeim á kolvetnadögunum að hann eiginlega drekkur yfir sig og þá eru nægar birgðir í hlaupinu langa (þetta sel ég ekki dýrara en ég keypti eins og kjaftakerlingin sagði, engu að síður vildi ég prófa). Ég var búin að undirbúa þetta og kaupa helling af eggjum, mjólkurvörum, harðfisk og ég veit ekki hvað. En ég var líka búin að næla mér í Hálsbólgupest og liggja í bælinu frá e.h. á laugardegi. Á hádegi á sunnudegi þegar próteindagar áttu að byrja vakti Höfðinginn á bænum sína veiku konu með uppdekkað morgunnverðar-hádegisborð. Borðið var hlaðið bakkelsi. Minn maður nýkominn úr bakaríinu, vínarbrauðin, kornbrauðin, kringlurnar, sulturnar og allt. Skítt með alla próteindaga sem við vorum búin að plana. Við hrúguðum í okkur. Og tókum svo upp prótein-daga um kvöldið ;) Mikið eru próteindagar nú þurrir og þungir en því má redda með smjörklípu og rjómaslettu. Ég hlakka mjög mikið til á fimmtudag að byrja kolvetnadag. Síðasta hlaup sem orð er á gerandi er á morgunn 10km. jafnt. Þá er eins gott að fæturnir verði ekki eins og í dag, þungir sem blý.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, það er erfitt að sleppa blessuðum kolvetnunum láttu mig vita, þú getur þó borða kjöt og fisk.. Ég kolvetnaætan(grænmetisætan)á mjög erfitt með að sleppa öllum góða matnum sem inniheldur kolvetni. Pasta, grjón, kartöflur, brauð og bara nánast allt sem ég elska að borða. En þú hefur þetta nú af og færð svo öll kolvetnin á eftir + hleðslu og hleypur eins og eldibrandur í maraþoninu. kveðja Hafdís

22. janúar 2008 kl. 14:03  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar svo spennandi:)Gangi þér vel, Fjóla

22. janúar 2008 kl. 16:05  
Blogger Jóhanna sagði...

Hef einmitt verið að hugsa mikið til þín og Stebba undanf. daga.

22. janúar 2008 kl. 16:11  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim