miðvikudagur, 23. janúar 2008

Láta hundinn labba sjálfan.

Þetta ráð var eitt af því sem var í einhverjum ráðleggingum á netinu sem Ívar var að lesa fyirir mig um daginn. Þar var verið að segja fólki hvernig það ætti að hvíla síustu dagana fyrir maraþon. Meiningin var sú að sleppa að gera allt sem maður gæti sleppt. Ekki bara hvíla hlaupin heldur líka hrúga ekki of miklu á sína könnu. Það hefur jú verið ávani að eiga fullt eftir á síðusu stundu.
En sumir læra aldrei af reynslunni nú sit ég hér á miðnætti nýbúin að baka köku fyrir einhvern kökubasar hjá fullorðnu barni mínu og fullt og fullt sem eg fann út að ég þyrfti endilega að gera í dag. En ferðalagið hefst á morgunn og þá skal alalt hvílt.
Nú er komið að kolvetnadögum þvílík veisla.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku vinkona. Gangi ykkur nú sem allra best, við sendum alla þá góðu strauma sem við eigum til ykkar. Koma svo!

24. janúar 2008 kl. 09:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna mín ég verð með hugan hjá þér á sunnudaginn. Gangi ykkur sem allra best. kveðja, Hafdís

24. janúar 2008 kl. 09:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim