þriðjudagur, 29. janúar 2008

Í haugasjó.

Um borð í skemmtiferðaskipinu Liberty er nú hífandi rok og haugasjór. Strákarnir eru

heita pottinum, sleikja sólskinið drekkandi bjór.

Þetta er búið að vera mjög gaman

Skilaboð frá ferðafélögunum.

Halldór vill koma því á framfæri að hann sé ánægður með fararstjórann, “Bara fara eftir öllu sem hann segir þá gengur þetta allt upp ;)”

Sirrý er búin að vinna tan-keppnina langbrúnust.

Einn okkar hefur æft hér í ræktinni x2 á dag og ræktarpíurnar alveg heillaðar.

Garðar búinn að skrá sig í golf á Jamica.

Við ætlum öll að snorkla á cayman Island á morgunn, Bibba og Ásgeir búin að lofa að kenna okkur það sem þau kunna. Sama örlætið á þar á bæ. Þau fóru að snorkla með stingskötum í gær á Bahamas og það er búið að sýna video af þeim í skipssjónvarpinu í allan dag.

Við Ívar, Siggi og Inga erum búin að ákveða að fara í hlaup í Tampa 9. febrúar. Þar eru í boði 5km. og 15km. Þar ætlar Siggi að vinna Ívar.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju aftur með hlaupið Jóhanna mín hafið það gott um borð kv Fjóla

30. janúar 2008 kl. 14:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hlaupið! Gaman að lesa frásögnina. Haldið áfram að skemmta ykkur vel. Bestu kveðjur úr frostinu :)
Agga

31. janúar 2008 kl. 12:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hlaupið þú stendur þig svo vel við fylgjumst með þér rúsínan okkar.

Tryggvi og Brandur.

3. febrúar 2008 kl. 23:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta var svooooo gaman. Takk fyrir allt og allt, Jóhanna, Ívar og allir frábæru ferðafélagarnir okkar !!!
Bibba

4. febrúar 2008 kl. 11:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Var að horfa á leikinn á sýn og sá ykkur í sjónvarpinu!! Þið eruð heimsfræg!!! Þulurinn sagði orðrétt.... And there you can see the marathon couple who have just finished representing Iceland in the Miami marathon.

Kveðja, Kjartan og Brandur.

4. febrúar 2008 kl. 22:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim