sunnudagur, 6. janúar 2008

4.janúar.

á föstudögum hefur hingað til verið hvíld fyrir langa æfingu á laugardegi. En nú var: 2x 3k á 4.50 og 2mín hvíld á milli 3k upphitun+3k niðurskokk =12k.
Gekk ágætlega. Fyrri spretturinn, ef 3k kallast þá sprettur, var erfiður en tókst. Sá seinni var algjör killer hoppaði einu sinni af en fljótt á aftur tókst næstum. Átti nóg eftir í niðurskokk.
Ég var í góðum félagsskap (eins og alltaf á Laugaskokksæfingum). Berglind var á bretti við hliðina á mér að byrja sub. 10 prógramm – Það verður gaman að fylgjast með henni í því. Hún er eins og Munda frábær hlaupari ef hún æfir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim